SailorsMate siglingatölvan

SailorsMate er öflugur siglinga og fiskveiðihugbúnaður á sérlega hagstæðu verði.

Forritið kemur uppsett á fyrirferðarlítilli tölvu og keyrir á Linux stýrikerfinu sem er velþekkt fyrir stöðugleika og að vera síður útsett fyrir vírusum og ruslhugbúnaði sem allir sem notað hafa Windows tölvur kannast vel við.

Í fullri útgáfu býður SailorsMate upp á mikla möguleika svo sem þrívíddarframsetningu á botni, tengingu við ratsjár, myndavélar og fjölda annarra tækja.

Einnig er hægt að fá forritið í einfaldari útgáfu á mun lægra verði og hentar hún vel minni bátum sem hafa verið að nota einfaldari plottera en vilja stíga skrefið inn í heim siglingatölvunnar.

Auðvelt er að uppfæra þessa útgáfu í fulla útgáfu SailorsMate hvenær sem er, ef þess er óskað.

Flokkur: Merkimiði: