Til að tengjast fjarþjónustu Sónar

  1. Smella á myndina hér að ofan. Þá sækir tölvan þín lítið forrit sem gerir fjarþjónustu mögulega
  2. Keyra upp hugbúnaðinn
  3. Gefa tæknimanni upp 9 stafa töluna sem kemur í forritsgluggann

Þá getur tæknimaðurinn tengst tölvunni til að aðstoða þig.

Mikilvægt er að muna eftir að loka forritinu eftir að aðstoð lýkur til að koma í veg fyrir að tölvan sé aðgengileg utanaðkomandi aðilum.

Almenn þjónusta.

Við veitum alla almenna ráðgjöf vegna kaupa og uppsetningar á tækjabúnaði vegna skipa og báta.

Einnig bjóðum við upp á uppsetningarþjónustu á rafeindabúnaði í skipum, auk allra viðgerða á slíkum búnaði hvar sem er í heiminum

Fjarþjónusta

Við bjóðum upp á að taka yfir nettengdar tölvur til þess að greina bilanir, lagfæra stillingar eða leysa vandamál sem ekki krefjast þess að tæknimenn komi um borð í bátinn.

Þetta getur sparað umtalsverða fjármuni þar sem ekki þarf að greiða fyrir akstur og ferðatíma heldur einungis þann tíma sem fer í að leysa málið.
Þetta getur einnig komið í veg fyrir að stöðva þurfi veiðar og sigla í land til að leysa einföld vandamál.

Einnig geta tæknimenn okkar leyst mörg mál með símtali sem á sama hátt koma í veg fyrir aukakostnað vegna ferða tæknimanna.

Hér að neðan má finna farsímanúmer stjórnenda og tæknimanna Sónar, en það á alltaf að vera hægt að ná í einhvern okkar ef aðstoðar er þörf.

Síma aðstoð utan opnunartíma

Hér að neðan má finna farsímanúmer starfsmanna ef þörf er aðstoðar utan opnunartíma Sónar

Guðmundur Bragason

Sölu -og markaðsstjóri

822 1911

Vilhjálmur Árnason

Framkvæmdastjóri

822 1910

Einar Ríkharðsson

Þjónustustjóri

822 1912

Óskar Aðalbjörnsson

Tæknimaður

822 1914

Ingvi Þ. Þráinsson

Tæknimaður

848 9878

Ólafur Finnbogi Ólafsson

Tæknimaður

822 1913