ENL er framleiðandi WASSP þrívíddardýptarmælisins sem er mesta bylting í dýptarmælatækni sem komið hefur fram í fjölda ára. WASSP mælirinn hefur þann eiginleika að geta séð miklu stærra svæði undir bátnum en aðrir mælar auk þess að geta kortlagt botninn bæði í tvívídd og þrívídd auk þess að staðsetja fisk og kortleggja botnhörku.