Dýptarmælar

Við bjóðum upp á fjölmargar gerðir dýptarmæla fyrir allar stærðir skipa og báta frá Kaijo Sonic, JRC, Raymarine, SeaPix og WASSP.

Það má í grunninn segja að dýptarmælar skiptast í þrjá flokka, hefðbundnir „Single Beam“ dýptarmælar, „Split beam“ dýptarmælar og „Multi Beam“ dýptarmælar.

Hefðbundnir dýptarmælar senda einn geisla niður, oft á tveimur tíðnum eða tíðnisviðum. Lægri tíðnin hentar á meira dýpi en hærri tíðni í grynnri sjó eða til að sjá makríl sem sést illa á lágtíðni.

Split Beam dýptarmælar nota 5 eða fleiri geisla (Kaijo Sonic notar 15 geisla) sem nýtast í stærðargreiningu og dreyfigreingu fiskilóðninga undir skipinu.

„Multi Beam“ eða fjölgeisla dýptarmælar senda samtímis 224 sendigeisla 120° þvert á skipið bak/stjór undir skipinu (WASSP) eða 120°bak/stjór og 120° fram/aftur (SeaPix). Þannig sést enn betur staðsetning fiskilóðninga undir skipinu og nákvæm stærðargreining fæst fram sem og tegundagreining í SeaPix. Tvær gerðir fjölgeisla dýptarmæla sem henta í fiskileit eru á markaðnum en það eru SeaPix og WASSP.

Sýna 1–9 af 14 niðurstöður

Dýptarmælar

Við bjóðum upp á fjölmargar gerðir dýptarmæla fyrir allar stærðir skipa og báta frá Kaijo Sonic, JRC, Raymarine, SeaPix og WASSP.

Það má í grunninn segja að dýptarmælar skiptast í þrjá flokka, hefðbundnir „Single Beam“ dýptarmælar, „Split beam“ dýptarmælar og „Multi Beam“ dýptarmælar.

Hefðbundnir dýptarmælar senda einn geisla niður, oft á tveimur tíðnum eða tíðnisviðum. Lægri tíðnin hentar á meira dýpi en hærri tíðni í grynnri sjó eða til að sjá makríl sem sést illa á lágtíðni.

Split Beam dýptarmælar nota 5 eða fleiri geisla (Kaijo Sonic notar 15 geisla) sem nýtast í stærðargreiningu og dreyfigreingu fiskilóðninga undir skipinu.

„Multi Beam“ eða fjölgeisla dýptarmælar senda samtímis 224 sendigeisla 120° þvert á skipið bak/stjór undir skipinu (WASSP) eða 120°bak/stjór og 120° fram/aftur (SeaPix). Þannig sést enn betur staðsetning fiskilóðninga undir skipinu og nákvæm stærðargreining fæst fram sem og tegundagreining í SeaPix. Tvær gerðir fjölgeisla dýptarmæla sem henta í fiskileit eru á markaðnum en það eru SeaPix og WASSP.