AIS tæki

Við bjóðum AIS tæki fyrir allar gerðir báta og skipa frá leiðandi framleiðendum, JRC og Em-Trak.

AIS tæki eru í grunninn flokkuð í 2 flokka, Class A tæki og Class B tæki. Allir atvinnubátar og skip á íslandi þurfa að vera búin AIS tækjum. Ef skip er yfir 15 metrum að mestri lengd þarf það Class A tæki en minni bátum nægja Class B tæki.

Class A tækin hafa sendiafl 12,5 w og senda örar en B tækin sem gerir þau talsvert langdrægari. Hefðbundin Class B tæki eru hinsvegar með 2w sendiafl og draga því talsvert skemmra. Það eru margir þættir sem hafa áhrif á langdrægi AIS tækja s.s. gerð, staðsetning og frágangur loftneta þannig að ekki er hægt að gefa einhverja fasta tölu um langdrægi AIS tækja en ekki er óeðlilegt að miða við 15 -20 sjómílur hjá class B tækjum og 25-40 sjómílur hjá Class A tækjum.

Nýlega eru komin á markað 5w class B AIS tæki og reynslan á eftir að sýna hvert langdrægi þeirra verður en reikna má með að það verði einhvers staðar mitt á milli þeirra tækja sem verið hafa í notkun fram að þessu.

Sýnir allar 6 leitarniðurstöður

AIS tæki

Við bjóðum AIS tæki fyrir allar gerðir báta og skipa frá leiðandi framleiðendum, JRC og Em-Trak.

AIS tæki eru í grunninn flokkuð í 2 flokka, Class A tæki og Class B tæki. Allir atvinnubátar og skip á íslandi þurfa að vera búin AIS tækjum. Ef skip er yfir 15 metrum að mestri lengd þarf það Class A tæki en minni bátum nægja Class B tæki.

Class A tækin hafa sendiafl 12,5 w og senda örar en B tækin sem gerir þau talsvert langdrægari. Hefðbundin Class B tæki eru hinsvegar með 2w sendiafl og draga því talsvert skemmra. Það eru margir þættir sem hafa áhrif á langdrægi AIS tækja s.s. gerð, staðsetning og frágangur loftneta þannig að ekki er hægt að gefa einhverja fasta tölu um langdrægi AIS tækja en ekki er óeðlilegt að miða við 15 -20 sjómílur hjá class B tækjum og 25-40 sjómílur hjá Class A tækjum.

Nýlega eru komin á markað 5w class B AIS tæki og reynslan á eftir að sýna hvert langdrægi þeirra verður en reikna má með að það verði einhvers staðar mitt á milli þeirra tækja sem verið hafa í notkun fram að þessu.