Sónartæki

Wesmar HD825 sónartæki

Vörunúmer: HD825
Sónar sem hentar til notkunar við flestar fiskveiðar. Sérstaklega hentugur við Makrílveiðar á litlum og meðalstórum bátum.

Nýr sónar sem er sérhannaður fyrir fiskveiðar með sérstaka áherslu á einfalda notkun.

Lyklaborð með tökkum fyrir allar aðgerðir sem skipta mestu máli þannig að hægt sé að hafa hugann við veiðarnar en ekki flettingar í valmyndum.

Eiginleikar:

  • Mjög einfalt stjórnborð með öllum helsu aðgerðum
  • Stafæn vinnsla á myndmerki til þess að lágmarka truflana áhrif
  • Mjög þröngur sendigeisli sem minnkar yfirborðstruflanir
  • True Gravity veltuleiðrétting
  • Mjög fyrirferðarlítill hífibúnaður fyrir minni báta
  • Skjáuppsetningar fyrir allar helstu fiskveiðar

Sonic Kaijo Denki KCH-5180 Sonar

KCH – 5180 hentar við allar gerðir fiskveiða, en er sérstaklega viðurkenndur til makrílveiða þar sem tíðnin er sérstaklega hentug til að greina makríl. Langdrægið er um það bil 600 -900 metrar á makrílveiðum.

Hífibúnaðurinn er mjög sterkbyggður og bilantíni lág. Hægt er að halla botnstykkinu beint niður og geislabreidd þess er mjög lítil eða 4°.

Mekanískur stjórnbúnaður botnstykkis veldur því að geislabreidd er óbreytt hvert sem geislanum er snúið. 

  • Vinnur mjög vel á grunnu vatni
  • 90° halli á botnstykki sem gerir að verkum að tækið getur unnið eins og 180°dýptarmælir (fjölgeisla)
  • Tíðnin, 164 khz er ein besta makríltíðnin.
  • Ferlun á allt að 3 fisktorfum samtímis, (hraði og stefna)
  • Mjög sterkbyggð kúla og hífibúnaður
  • Sterk harðgúmmíhlíf utan um botnstykkið
  • Ný stjórntölva sem býður upp á betri truflandeyfingu, hraðari vinnslu og meiri upplausn.
  • Nýtt og endurbætt stjórnborð með fjölda flýtileiða.
  • Möguleiki á uppfærslum frá eldri gerðum Kaijo hátíðni sónartækja.

Kaijo Denki KCS-5221Z Sonar

Kaijo Denki KCS-5221Z er nýjasta gerð lágtíðnisónartækja frá KAIJO.

KCS 5221Z er með tölvustjórneiningu sem hefur stafræna merkjavinnslu og mikinn hraða í gagnavinnslu.

Þetta skilar meiri næmni á fisk, minni truflunum, betri aðgreiningarhæfni og auknu langdrægi.

Senditíðnin er mjög lág, 21 kHz sem skilar mjög miklu langdrægi.

Hífibúnaðurinn og sónarkúlan á KAIJO KCS-5221Z eru gríðarlega sterkbyggð sem þýðir að líkur á kostnaðarsömum viðgerðum eru verulega minni og rekstrarkostnaður lægri.

  • Mög þröngir geislar, aðeins 7 ° gefur mjög góða mynd og óvenju litlir hliðargeislar  tryggja einnig að sónarinn heldur  eiginleikum sínum vel á grunnu vatni og skilar góðri aðgreiningu á litlum lóðningum.
  • 20 sinnum hraðvirkari veltuleiðrétting og háþróuð truflanadeyfing fjarlægir truflanir og skilar hreinum og skörpum lóðningum.
  • Einkaleyfisvernduð senditækni, RDT skilar lengri og kröftugri sendipúlsi og skilar 20% meira langdrægi.
  • Stillanleg tíðni
  • 2 sjálfstæðar sónarmyndir, með mismunandi stillingum á skala, næmni, truflanadeyfingum og fleiri þáttum.
  • 2 sjálfstæðar lóðréttar sneiðmyndir
  • Ferlun á allt að 3 fisktorfum samtímis, (hraði og stefna)
  • Hægt er að vista allt að 10 mismunandi notendastillingar fyrir mismunandi aðstæður og fisktegundir.
  • Ný og þróuð truflandeyfingartækni minnkar truflanir frá eigin skipi og öðrum skipum sem skilar hreinni mynd og betri aðgreiningu á fiski.
  • Hægt að tengja þráðlausa rottu til þægindaauka við stjórnun sónars.
  • Mjög öflug sónarkúla með 768  augum, í húsi úr ryðfríu stáli sem tryggir lágmarks líkur á tjóni á kúlunni.
  • Mjög sterkbyggður hífibúnaður með stuðningshring á röri sem styður við kúluna alla leið niður brunninn. Þetta minnkar viðhaldskostnað og eykur líftíma hífibúnaðar og kúlu.
  • Eins og í öllum Kaijo tækjum er stjórntölvan í stál boxi og engir hreyfanlegir hlutir nema kælivifta í iðnaðargæðum
  • Einfalt að taka upp og skoða sónarmyndir.

Sonic Kaijo Denki KCS-5885Z Sonar

Kaijo Denki KCS-5221Z er nýjasta gerð lágtíðnisónartækja frá KAIJO.

KCS 5221Z er með tölvustjórneiningu sem hefur stafræna merkjavinnslu og mikinn hraða í gagnavinnslu.

Þetta skilar meiri næmni á fisk, minni truflunum, betri aðgreiningarhæfni og auknu langdrægi.

Senditíðnin er 94 kHz sem hentar vel við veiðar á öllum tegundum fisks

Sama sterkbyggða hönnunin og á eldri gerðum, tryggir ending og tryggir lágmarks bilanir.

  • Ný og þróuð truflandeyfingartækni minnkar truflanir frá eigin skipi og öðrum skipum sem skilar hreinni mynd og betri aðgreiningu á fiski.
  • 20 sinnum hraðvirkari veltuleiðrétting og háþróuð truflanadeyfing fjarlægir truflanir og skilar hreinum og skörpum lóðningum.
  • Mjög öflugur sónar, 960 augu í kúlu og 960 rásir í móttakara
  • Gríðarlega þröngur geisli sem gefur afburða virkni á grunnu vatni.
  • Tapar ekki torfum nærri skipi.
  • Áætlar stærð fisktorfa
  • 2 sjálfstæðar lóðréttar sneiðmyndir
  • 2 sjálfstæðar sónarmyndir, með mismunandi stillingum á skala, næmni, truflanadeyfingum og fleiri þáttum.
  • Ferlun á allt að 3 fisktorfum samtímis, (hraði og stefna)
  • Hægt er að vista allt að 10 mismunandi notendastillingar fyrir mismunandi aðstæður og fisktegundir.
  • Einfalt að taka upp og skoða sónarmyndir.
  • Mjög sterkbyggður hífibúnaður með stuðningshring á röri sem styður við kúluna alla leið niður brunninn. Þetta minnkar viðhaldskostnað og eykur líftíma hífibúnaðar og kúlu.
  • Eins og í öllum Kaijo tækjum er stjórntölvan í stál boxi og engir hreyfanlegir hlutir nema kælivifta í iðnaðargæðum
  • Hægt að tengja þráðlausa rottu til þægindaauka við stjórnun sónars.

Sonic Kaijo Denki KSE-310 fjölgeislamælir (Split Beam)

Sonic Kaijo Denki KSE-310 Split Beam mælirinn notar 15 aðskilda geisla sem skarast yfir hvern annan, frá botnstykki sem inniheldur 144 augu.

Þetta gefur notandanum bestu mögulegu upplýsingar um stærðardreifingu fisksins og magn hans.

KSE-310 eru gjarnan seldir með hinu öfluga 38 KHz split-beam botnstykki sem gefur mikið langdrægi án þess að fórna of miklu í nákvæmni stærðargreiningar og aðgreiningu lóðninga.

Í seinni tíð hefur þó færst í vöxt að mælirinn sé tekinn með 2 split beam tíðnum og menn bæti  70 eða 120 kHz við 38 Khz tíðnina.

  • Fiskveiðiútgáfa af mæli sem hannaður var fyrir japönsku hafrannsóknarstofnunina, sem notar einkleyfisvarða aðferð til þess að reikna magn og stærðardreifingu fisklóðninga.
  • Auðvelt að velja ýmist stærðardreifingu eða áætlaða stærð fisktorfa á völdu svæði á skjánum, ákveðnu dýpi, fjarlægð frá botni eða öllum skjánum.
  • Stærðardreifing eða magn er sýnt í 1, 2 or 3 misstórum gluggum á skjánum.
  • Tíðnimunar mynd, ber saman niðurstöður tveggja mismunandi tíðna, reiknar niðurstöðuna og sýnir í sér glugga á skjánum.
  • Botnstykkið hefur 144 augu og 15 geisla sem sýnir skýrt og greinilega mynd af botni og lóðningum auk þess að gefa bestu mögulegu stærðardreifinu fisksins. 
  • Sýnir vel ýsu fast við botninn vegna einstkara upplausnar og aðgreiningarhæfni.
  • Sýnir frábæra mynd af botni og botnhörku. 
  • Útgangur fyrir botnhörku yfir á OLEX plotter með botnhörkueiningu.
  • Hægt er að hraðspila upptökur úr mælinum sem teknar eru á löngum tíma og fá á stuttum tíma yfirsýn yfir efni frá mörgum klukkutímum  eða dögum.
  • Hægt er að vista upptökur sem JPG skrár og deila þeim með öðrum.
  • Einnig er hægt að vista “hráar” skrár sem innihalda allar upplýsingar, þannig að við endurspilun er hægt að stilla Gain, truflandeyfingar og aðrar stillingar eins og verið sé að nota mælinn í rauntíma.
  • Allt að 5 skjámyndir í einu, 4 mismunandi tíðnir, og lóðningar reiknaðar frá tíðnimun.
  • 3 Split Beam tíðnir 38, 70 and 120 kHz, auk hefðbundinna tíðna 15, 24, 50, 75 and 200kHz, getur sýnt 3 split beam tíðnir samtímis.
  • Einföld notkun með takkaborði, flýtihnappar og forritanlegir takkar auk þráðlausrar rottu.
  • Einfaldar valmyndir fyrir stillingar
  • Mjög sterkbyggt botnstykki
  •  Eins og í öllum Kaijo tækjum er stjórntölvan í stál boxi og engir hreyfanlegir hlutir
  • Notar tölvuskjái af hvaða stærð sem er, hægt að nota 2 skjái og færa glugga milli skjáa að vild.

Dýptarmælar

WASSP F3i Fjölgeisladýptarmælir

Vörunúmer: WASSP F3i
Fjölnota fiskileitar og botngreiningartæki.

Byltingarkenndur dýptarmælir sem sendir 120 gráðu leitargeira sem byggður er upp af 112 geislum þvert á bátinn. Hann getur sýnt fisk talsvert til hliðar við bátinn og hefur innbyggða hörkugreiningu.  Upplýsingunum sem þetta gefur safnar hann í gagnagrunn og getur byggt upp nákvæma þríviddarmynd af botninum og teiknað upp botnhörkukort á broti þess tíma sem það tekur hefðbundinn dýptarmæli að safna þessum gögnum. 

JFC-180 Dýptarmælir

Vörunúmer: JFC-180BB

Öflugur 4 tíðna 3Kw Black box dýptarmælir fyrir millistóra og stærri báta.

Möguleikinn á 4 tíðnum gerir kleift að greina betur milli fisktegunda sem leiðir til betri veiðistýringar, eykur aflaverðmæti og minnkar kostnað.

 Helstu eiginleikar:

    • Öflugur 3 kw sendir
    • Black box hönnun fyrir tölvuskjá
    • Einfalt stjórnborð sem gerir notkun Hraðvirka og þægilega
    • Miklir tengimöguleikar
    • Þróuð stafræn myndvinnsla
    • 4 tíðnir samtímis
    • Flýtiminnistakkar
    • Mikið langdrægi
    • Ölduleiðrétting frá GPS áttavita
    • Tíðni, 38-75 og 130-210 Khz

JFC-800/810 Dýptarmælir

Vörunúmer: JFC800 / JFC810

Tveggja tíðna dýptarmælir með mjög björtum og skýrum 10" skjá.

Hentar vel þar sem pláss er lítið en þörf er á öflugum dýptarmæli, án þess að slegið sé af kröfunum til þess að greina vel botnlag og fisk.

 Helstu eiginleikar:

  • 10,4” Bjartur skjár sem sést vel á í sól
  • Tveggja tíðna 50/200 khz, 1 Kw sendir
  • Hægt að tengja aukaskjá
  • NMEA 0183 inn og útgangur
  • Hægt að vista 10 skjámyndir í minni
  • Háþróuð stafræn myndvinnsla
  • Handvirkar og sjálfvirkar stillingar á styrk og skala.
  • Vinnur á 10,8 – 31,2 volta spennu

JFC-7050 Dýptarmælir

Vörunúmer: JFC-7050

Lítill og einfaldur 7” dýptarmælir fyrir minni báta. Tilvalinn fyrir minni báta sem vinna á tiltölulega grunnu vatni og hafa lítið pláss fyrir tæki.

 Helstu eiginleikar:

    • 7” bjartur skjár
    • Tveggja tíðna, 50/200 khz, 600W
    • Sjálfvirkar og handvirkar stillingar
    • Botnstækkari
    • Tengjanlegur við GPS og siglingatölvu

Sjókort

C-MAP kort NT-Max

Vörunúmer: EN-M402
CMAP sjókort. Hagkvæmur kostur fyrir margar gerðir plottera og siglingatölva.

Sónar er umboðsaðili C-Map á Íslandi. 

Við eigum ávallt til nýjustu sjókort sem til eru í kortagrunni C-MAP, bæði við Ísland og önnur lönd í heiminum.

 
Við getum útbúið kortakubba í flestar gerðir plottera af hvaða hafsvæði sem er. Vinsamlega hafið samband og við finnum út úr því hvort plotterinn þinn notar C-MAP kort og hvort til er kort af því hafsvæði sem þú ætlar á
 

C-Map Professional +

Vörunúmer: C-Map pro+
Nákvæm sjókort fyrir atvinnumenn sem þurfa tíðar uppfærslur.

C-Map professional +  kortin hafa meiri möguleika en NtMax kortin og eru uppfærð örar.

Hægt er að velja á milli þess að kaupa kortin og uppfæra þau eftir því sem menn meta þörfina á því, eða kaupa áskrift til eins árs í einu og eru þa allar uppfærslur á árinu innifaldar.

C-Map Professional + er hægt að kaupa fyrir stór svæði eða minni allt eftir þörfum hvers og eins.

Sjálfstýringar

Anschutz NP60 sjálfstýring

Vörunúmer: 3060
Vönduð sjálfstýring fyrir fiskiskip að 60 metra lengd.

Hin fjölhæfa NP60 sjálfstýring  býður upp á mikla nákvæmni við að halda stefnu og fylgja leiðum, auk þess að hafa sveigjanleika til þess að uppfylla þarfir notenda.

Frábærir stýriseiginleikar tryggja örugga siglingu við allar aðstæður.

Sjálfvirk aðlögun að skipshraða og ytri aðstæðum sjá til þess að hreyfingar stýris séu í lágmarki og minnka þannig olíueyðslu og slit á stýrisbúnaði.

Eiginleikar:

  • Aðlagar sig að hraðabreytingum
  • 2 sett af stillingu til mismunandi nota (Sigling/ Veiðar)
  • handvirk stjórnun
  • NMEA inngangur frá siglingatölvum
  • Eiföld í notkun með skýrum skjá
  • Viðurkennd fyrir háhraðaskip.

Comnav P4 Sjálfstýring

Vörunúmer: P4

Ný sjálfstýring sem byggir á áratuga reynslu Comnav á smíði sjálfstýringa fyrir atvinnubáta og skip.

Mjög stór og skýr skjár, flýtihnappar á allar mikilvægustu aðgerðir og nákvæm stýring gerir þessa sjálfstýringu að frábærum kosti fyrir alla sem þurfa að reiða sig á örugga sjálfstýringu.

Helstu eiginleikar:

  • IST, Gerfigreindarstjórnun sér til þess að stýringin verði hárnákvæm.
  • Sjálfvirk uppsetning og stilling sjálfstýringar
  • 5,7” bjartur og skarpur litaskjár sem sést vel á í sól.
  • Rauður næturlitur á skjá sem er þægilegur í myrkri
  • Forstillingar fyrir mismunandi gerðir báta og skipa
  • Sjálfvirk rekleiðrétting
  • Hliðarskrúfustýring
  • Valmyndir á mörgum tungumálum
  • Hægt að hafa margar stjórnstöðvar, inni og úti
  • Bæði NMEA 0183 og NMEA 2000 tengingar

Comnav TS4, Follow up fjarstýring fyrir P4

Vörunúmer: TS4

Handhæg og þægileg fjarstýring sem vinnur sem Follow Up stýri (FFU) og getur einnig stjórnað helstu aðgerðum sjálfstýringar.

Vatnsheld og má vera utandyra

Mjög fljótlegt og þægilegt að skipta milli handstýringar og sjálfstýringar.

Skýr og bjartur skjár sýnir vinnsluham, stefnu ofl.

Comnav NF4 - Non Follow up fjarstýring fyrir P4

Vörunúmer: NF4

Handhæg og þægileg fjarstýring sem vinnur sem hefðbundið rafmagnsstýri (NFU) og getur einnig stjórnað helstu aðgerðum sjálfstýringar.

Vatnsheld og má vera utandyra

Mjög fljótlegt og þægilegt að skipta milli handstýringar og sjálfstýringar.

Skýr og bjartur skjár sýnir vinnsluham, stefnu ofl.

Comnav TS-203 FFU útistýri fyrir Comnav Admiral/Commander

Vörunúmer: 20310025
Vatnsþétt útistýri sem hægt er að stjórna öllum meginaðgerðum sjálfstýringarinnar með.

Comnav TS-202 útistýri fyrir 1101-1201

Vörunúmer: 20310020
Vatnsþétt útistýri sem hægt er að stjórna öllum meginaðgerðum sjálfstýringarinnar með.

Comnav-Bógskrúfutengieining fyrir Sjálfstýringar

Vörunúmer: CT7
Tengieining fyrir bógskrúfur. Tengist öllum helstu gerðum bógskrúfa, hvort heldur sem er með föstum hraða eða stiglaust stýrðum.

CT7 bógskrúfustýringin stjórnar aðgerð bógskrúfunnar sjálfvirkt með boðum frá Compilot sjálfstýringunni.

Hægt er að stilla inn þann hraða sem sem óskað er og aðstoðar bógskrúfan við stýringu bátsins sé hraðinn minni en innstillt  gildi. Sé hraðin meiri kemur bógskrúfan ekki inn og truflar því ekki á venjulegri siglingu.

Þeir sem reynt hafa bógskrúfustýringu við vinnu í andófi finnst mikið vanta upp á sjálfstýringar sem ekki hafa þennan möguleika. 

Comnav Stýrisvísir

Vörunúmer: 20360014
Stýrisvísir til notkunar með Comnav sjálfstýringum.

Stýrisvísir með baklýsingu.

Hægt að fella inn eða setja í hús hvort heldur sem er inni í stýrishúsi eða utan dyra. Stærð skífu er 70 mm.

Raymarine Evolution sjálfstýringar

Vörunúmer: EV-XXX
Sjálfstýringar fyrir minni báta sem hafa frábæra stýringareiginleika á hagstæðu verði

Raymarine Evolution eru  vandaðar sjálfstýringar sem henta vel til notkunar í handfærabáta og aðra notkun þar sem ekki er krafist fullkomins útistýris.

Stýriseiginleikarnir eru mjög góðir, jafnvel án GPS kompáss þar sem hún hefur innbyggðan rafeindagírónema í stjórntölvuna.

Einnig vinnur hún mjög vel með Raymarine C og E línu tækjunum og siglir leiðir og í staka punkta sem hægt er að stjórna beint frá þeim tækjum.

 Stýringarnar eru í grunninn settar saman úr 4 einingum.

  • Stjórntölvu/ kompás
  • Stjórnborði
  • Mótordrifeiningu
  • Stýrisdælu

Þessar einingar eru mismunandi eftir stærð og eiginleikum báta og þarf að velja saman eftir bát og fyrirhugaðri notkun

Raymarine býður upp á fjölbreytt úrval eininga sem hægt er byggja upp kerfi úr sem henta öllum bátum og stýrisbúnaði.

Einnig er oft hægt að fá samsett kerfi með dælu og öllu sem þarf fyrir mjög hagstætt verð.

GPS Tæki

GPS-124 GPS móttakari

Vörunúmer: JLR-4340
GPS-124, 12 rása GPS móttakari með NMEA 0183 tengi.

JRC GPS 112 – Alsjálfvirkur 12-rása samtíma GPS móttakari

  • Getur tekið við leiðréttingarmerki á RTCM SC-104 útg. 2.0 type 1,2,9 formi.
  • Gefur út staðsetningu, stefnu og hraða inn á radar, dýptarmæla, plottera og önnur tæki.
  • Innbyggð aðhæfing að 48 kortadatum
  • Gefur nýja staðsetningu á sekúndu fresti
  • Standard NMEA 0183 útgangur, útgáfa 1,5 0 2,0
  • Vinnuspenna 10,8 – 16 Volt DC, 3 wött.
  • 15 metra kapall fylgir með áfestu tengi fyrir JRC tæki.

JLR 21 GPS áttaviti

Vörunúmer: JLR-21
JRC GPS áttaviti, með skjá IMO samþykktur.

Eiginleikar:

  • JLR-20 er mjög vandaður GPS áttaviti, einfaldur í notkun og með mjög skýrum skjá. Stefnunákvæmni er 0,5 gráður.
  • 3 loftnet tryggja mjög stöðuga stefnu og gefa kost á að gefa út veltuupplýsingar til annara tækja um borð.
  • Gefur út Heave upplýsingar til að leiðrétta fyrir ölduhæð á dýptarmælum og öðrum tækjum sem geta nýtt slíkar upplýsingar
  • Hönnun loftnets lágmarkar truflanir frá snjó sem sest á það og er ekki hentugt til hvíldar sjófugla sem oft geta truflað GPS áttavita.
  • JLR-20 kemur að fullu í stað hefðbundinna Gírókompása og er laus við hið kostnaðarfreka viðhald sem þeir krefjast.
  • Stuttur ræsitími, uþb. 30 sekúndur þar til fullri nákvæmni á stefnu er náð
Tæknilegar upplýsingar

Útgangar:
JLR-20 hefur í staðalútgáfu.

  • JRC NSK format
  • Furuno AD10 format
  •  5 sjálfstæða NMEA0183 útganga fyrir radar og sjálfstýringar auk GPS / siglingafræðiupplýsinga, Rate of Turn, Roll/Pitch ofl.
  • Allir NMEA útgangar hafa stillanlegar setningar með vali um gagnahraða (Baud rate) og millibili á milli setninga.
  • Aðvörunarútganga (púls)
  • Logg útganga (200 púlsa) 

JRL-7500 GPS tæki

Vörunúmer: JLR-7500
Vandað GPS tæki fyrir stærri skip sem þurfa mikla tengimöguleika.

JLR-7500 GPS tækið er mjög vandað staðsetningartæki  með stóran, skýran skjá og mikla tengimöguleika við önnur tæki.

Tækið hentar vel í stærri báta og skip þar sem mikið er af siglingatækjum og þarf að  aðlaga GPS tækið að mörgum mismunandi þörfum annarra tækja. Það hefur 4 NMEA ínn og útganga sem allir eru stillanlegir óháð hver öðrum og að auki innbyggt netkort sem eykur tengimöguleikana mjög mikið. Hægt er að samtengja 2 tæki yfir net og samhæfa leiðir og punkta sjálfvirkt

Við hönnun notendaviðmóts þess var lögð áhersla á að gera notkunina einfalda og með sem fæstum skrefum fyrir hverja aðgerð.

Tæknilegar upplýsingar
Skjár: 5.7”, hvít LED baklýsing 320 x 240 punktar
Birtustig: 4 (bjart, meðal, dimmt, af )
Vinnuspenna: 10.8V to 31.2V
Gagnatengi:  4 útgangar 1 inngangur
Púlsatengi: 2 útgangar, 1 inngangur
Netkort: Innbyggt 10/100 Mpbs
Leiðarpunktar: 10,000 , atviksmerki 1000 , Nöfn leiðarpunkta  16 stafir
Leiðir: 100 með 512 punktum í leið
Innsetning leiðarpunkta: Lengd/Breidd, Stefna og fjarlægð, Atvik, Lórantölur
Sending leiða og punkta: Yfir netkort og NMEA
Ferlar: 2000 punktar
Plotterskalar: 0.2, 0.5, 1.2, 5, 10, 20, 50, 100, 200, 300 sjómílur
Plott milibil: 1 – 60 sek  or 0.01 – 99.99 sjómílur
Leiðarreikningur: Val á millil beinnar línu og stórbaugs fyrir hvern legg leiðar.
Aðvaranir:

Komuaðvörun, Rekaðvörun, Svæðisaðvörun Af Leið aðvörun, Staðsetningaraðvörun , Hraðaaðvörun, Vegalengdaraðvörun auk Hita og dýpisaðvarana ef nauðsynlegar nemar eru tengdir

Segulskekkja: Sjálfvirk eða handvirk
Einingar: NM/KTS, kM/kPH, mi/miPH, m, ft, fm, °C or °F
LORAN C/A breyting: Breytir  Lengd/Breidd í  lórantölur
GPS móttakari:  12 rása SBAS (WAAS, MSAS, EGNOS)
NMEA útgáfa: 1.5, 2.1, 2.3 Bit  hraði, 4800, 9600, 19200, 38400
Útgangs setningar: GGA, RMC, GLL, VTG, GSA, GSV, DTM, GBS, GRS, GST, ZDA, GNS, , APB, BOD, BWC, BWR, RMB, XTE, ZTG, AAM, ALR, RTE, WPL, ACK.  
Ef Straummælir er tengdur við tækið getur það sent frá sér VDR,VHW
Inngangs setningar:  HDT, THS, BDT, DPT, MTW, CUR, VBW, VHW, ACK, WPL, RTE ALR
Milli bil sendinga:   1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9 sekúndur  eða slökkt á setningum

SEIWA GPS Móttakari

Vörunúmer: GPL
GPS loftnet með innb. móttakara NMEA183

Seiwa 12- rása GPS/EGNOS móttakari (EGNOS – Evrópska leiðréttingarkerfið)

  • Tekur við EGNOS merkjum sem eykur staðsetningarnákvæmni verulega
  • Staðsetningarnákvæmni meiri en 3 metrar og hraðafrávik minni en 0,3 km/h
  • 15m hvítur kapall fylgir.
  • Vinnuspenna 10-35 Volt DC 2,5 Wött
  • Þyngd 160 g

JLR-7600/7900 GPS tæki

Vörunúmer: JLR-7600/7900
Hraðvirkt og nákvæmt GPS tæki fyrir skip og báta sem þurfa nákvæma og stöðuga staðsetningu.

Hann notar sama GPS móttakara og stærra tækið JLR-7500 en er með talsvert minni skjá og auðveldara að koma fyrir í minni brúm.

Helstu eiginleikar:

  • Skýr og bjartur 4,5” skjár
  • 2 litir á baklýsingu, hvítur og appelsínugulur
  • Handvirk og sjálfvirk misvísun
  • NMEA 0183 inn og útgangar
  • 10,8 – 31.2 v. vinnuspenna