Wesmar hefur framleitt sónartæki í yfir 30 ár. Sónartækin frá þeim hafa reynst sérstaklega vel í snurvoðarbátum hér við land og skilað notendum miklum ávinningi. Nýlega setti Wesmar á markað nýja gerð slíks tækis  sem er mjög fyrirferðarlítið og á mjög hagstæðu verði sem gerir fleirum en áður kleift að nýta sér þá möguleika sem sónartæki bjóða upp á umfram hefðbundna dýptarmæla.

Wesmar framleiðir einnig höfuðlínusónartæki, og hefur náð umtalsverðri markaðshlutdeild á þeim 12 árum sem þeir hafa verið með í þeirri samkeppni. Stór hluti íslenska fjölveiðiskipaflotans er búinn þessum höfuðlínusónar og hefur hann reynst vel og komið með fjölda nýjunga inn í þessa tegund tækja.

Sýnir allar 4 leitarniðurstöður