Comnav er einn stærsti framleiðandi sjálfstýringa í dag. Þessar sjálfstýringar eru íslenskum sjómönnum að góðu kunnar og eru hátt í 100 stykki í notkun í bátum og skipum á íslandsmiðum. Þær geta tengst öllum helstu gerðum stýrisbúnaðar, kompásum og hliðarskrúfum. Við þær er einnig hægt að fá mikið úrval fjarstýringa bæði til notkunar inni í brú og úti á dekki.

Comnav P4 Sjálfstýring

Vörunúmer: P4

Ný sjálfstýring sem byggir á áratuga reynslu Comnav á smíði sjálfstýringa fyrir atvinnubáta og skip.

Mjög stór og skýr skjár, flýtihnappar á allar mikilvægustu aðgerðir og nákvæm stýring gerir þessa sjálfstýringu að frábærum kosti fyrir alla sem þurfa að reiða sig á örugga sjálfstýringu.

Helstu eiginleikar:

  • IST, Gerfigreindarstjórnun sér til þess að stýringin verði hárnákvæm.
  • Sjálfvirk uppsetning og stilling sjálfstýringar
  • 5,7” bjartur og skarpur litaskjár sem sést vel á í sól.
  • Rauður næturlitur á skjá sem er þægilegur í myrkri
  • Forstillingar fyrir mismunandi gerðir báta og skipa
  • Sjálfvirk rekleiðrétting
  • Hliðarskrúfustýring
  • Valmyndir á mörgum tungumálum
  • Hægt að hafa margar stjórnstöðvar, inni og úti
  • Bæði NMEA 0183 og NMEA 2000 tengingar

Comnav Stýrisvísir

Vörunúmer: 20360014
Stýrisvísir til notkunar með Comnav sjálfstýringum.

Stýrisvísir með baklýsingu.

Hægt að fella inn eða setja í hús hvort heldur sem er inni í stýrishúsi eða utan dyra. Stærð skífu er 70 mm.

Comnav TS-203 FFU útistýri fyrir Comnav Admiral/Commander

Vörunúmer: 20310025
Vatnsþétt útistýri sem hægt er að stjórna öllum meginaðgerðum sjálfstýringarinnar með.

Comnav TS-202 útistýri fyrir 1101-1201

Vörunúmer: 20310020
Vatnsþétt útistýri sem hægt er að stjórna öllum meginaðgerðum sjálfstýringarinnar með.

Comnav-Bógskrúfutengieining fyrir Sjálfstýringar

Vörunúmer: CT7
Tengieining fyrir bógskrúfur. Tengist öllum helstu gerðum bógskrúfa, hvort heldur sem er með föstum hraða eða stiglaust stýrðum.

CT7 bógskrúfustýringin stjórnar aðgerð bógskrúfunnar sjálfvirkt með boðum frá Compilot sjálfstýringunni.

Hægt er að stilla inn þann hraða sem sem óskað er og aðstoðar bógskrúfan við stýringu bátsins sé hraðinn minni en innstillt  gildi. Sé hraðin meiri kemur bógskrúfan ekki inn og truflar því ekki á venjulegri siglingu.

Þeir sem reynt hafa bógskrúfustýringu við vinnu í andófi finnst mikið vanta upp á sjálfstýringar sem ekki hafa þennan möguleika. 

Comnav NF4 - Non Follow up fjarstýring fyrir P4

Vörunúmer: NF4

Handhæg og þægileg fjarstýring sem vinnur sem hefðbundið rafmagnsstýri (NFU) og getur einnig stjórnað helstu aðgerðum sjálfstýringar.

Vatnsheld og má vera utandyra

Mjög fljótlegt og þægilegt að skipta milli handstýringar og sjálfstýringar.

Skýr og bjartur skjár sýnir vinnsluham, stefnu ofl.

Comnav TS4, Follow up fjarstýring fyrir P4

Vörunúmer: TS4

Handhæg og þægileg fjarstýring sem vinnur sem Follow Up stýri (FFU) og getur einnig stjórnað helstu aðgerðum sjálfstýringar.

Vatnsheld og má vera utandyra

Mjög fljótlegt og þægilegt að skipta milli handstýringar og sjálfstýringar.

Skýr og bjartur skjár sýnir vinnsluham, stefnu ofl.