
WASSP F3i Fjölgeisladýptarmælir
Byltingarkenndur dýptarmælir sem sendir 120 gráðu leitargeira sem byggður er upp af 112 geislum þvert á bátinn. Hann getur sýnt fisk talsvert til hliðar við bátinn og hefur innbyggða hörkugreiningu. Upplýsingunum sem þetta gefur safnar hann í gagnagrunn og getur byggt upp nákvæma þríviddarmynd af botninum og teiknað upp botnhörkukort á broti þess tíma sem það tekur hefðbundinn dýptarmæli að safna þessum gögnum.

JFC-180 Dýptarmælir
Öflugur 4 tíðna 3Kw Black box dýptarmælir fyrir millistóra og stærri báta.
Möguleikinn á 4 tíðnum gerir kleift að greina betur milli fisktegunda sem leiðir til betri veiðistýringar, eykur aflaverðmæti og minnkar kostnað.
Helstu eiginleikar:
-
- Öflugur 3 kw sendir
- Black box hönnun fyrir tölvuskjá
- Einfalt stjórnborð sem gerir notkun Hraðvirka og þægilega
- Miklir tengimöguleikar
- Þróuð stafræn myndvinnsla
- 4 tíðnir samtímis
- Flýtiminnistakkar
- Mikið langdrægi
- Ölduleiðrétting frá GPS áttavita
- Tíðni, 38-75 og 130-210 Khz

JFC-800/810 Dýptarmælir
Tveggja tíðna dýptarmælir með mjög björtum og skýrum 10" skjá.
Hentar vel þar sem pláss er lítið en þörf er á öflugum dýptarmæli, án þess að slegið sé af kröfunum til þess að greina vel botnlag og fisk.
Helstu eiginleikar:
- 10,4” Bjartur skjár sem sést vel á í sól
- Tveggja tíðna 50/200 khz, 1 Kw sendir
- Hægt að tengja aukaskjá
- NMEA 0183 inn og útgangur
- Hægt að vista 10 skjámyndir í minni
- Háþróuð stafræn myndvinnsla
- Handvirkar og sjálfvirkar stillingar á styrk og skala.
- Vinnur á 10,8 – 31,2 volta spennu

JFC-7050 Dýptarmælir
Lítill og einfaldur 7” dýptarmælir fyrir minni báta. Tilvalinn fyrir minni báta sem vinna á tiltölulega grunnu vatni og hafa lítið pláss fyrir tæki.
Helstu eiginleikar:
-
- 7” bjartur skjár
- Tveggja tíðna, 50/200 khz, 600W
- Sjálfvirkar og handvirkar stillingar
- Botnstækkari
- Tengjanlegur við GPS og siglingatölvu