Kaijo Sonic hefur til fjölda ára framleitt sónartæki og dýptarmæla til notkunar í  stærri fiskiskipum. Tækin frá Kaijo hafa ávallt verið þekkt fyrir einstaka gæðasmíði og eru vandfundin sónartæki sem komast nálægt Kaijo tækjunum hvað varðar syrkleika og áreiðanleika botnbúnaðar.

Þetta skilar sér til notenda í lágmarks bilunum og frátöfum frá veiðum.

Sonic Kaijo Denki KCH-5180 Sonar

KCH – 5180 hentar við allar gerðir fiskveiða, en er sérstaklega viðurkenndur til makrílveiða þar sem tíðnin er sérstaklega hentug til að greina makríl. Langdrægið er um það bil 600 -900 metrar á makrílveiðum.

Hífibúnaðurinn er mjög sterkbyggður og bilantíni lág. Hægt er að halla botnstykkinu beint niður og geislabreidd þess er mjög lítil eða 4°.

Mekanískur stjórnbúnaður botnstykkis veldur því að geislabreidd er óbreytt hvert sem geislanum er snúið. 

 • Vinnur mjög vel á grunnu vatni
 • 90° halli á botnstykki sem gerir að verkum að tækið getur unnið eins og 180°dýptarmælir (fjölgeisla)
 • Tíðnin, 164 khz er ein besta makríltíðnin.
 • Ferlun á allt að 3 fisktorfum samtímis, (hraði og stefna)
 • Mjög sterkbyggð kúla og hífibúnaður
 • Sterk harðgúmmíhlíf utan um botnstykkið
 • Ný stjórntölva sem býður upp á betri truflandeyfingu, hraðari vinnslu og meiri upplausn.
 • Nýtt og endurbætt stjórnborð með fjölda flýtileiða.
 • Möguleiki á uppfærslum frá eldri gerðum Kaijo hátíðni sónartækja.

Kaijo Denki KCS-5221Z Sonar

Kaijo Denki KCS-5221Z er nýjasta gerð lágtíðnisónartækja frá KAIJO.

KCS 5221Z er með tölvustjórneiningu sem hefur stafræna merkjavinnslu og mikinn hraða í gagnavinnslu.

Þetta skilar meiri næmni á fisk, minni truflunum, betri aðgreiningarhæfni og auknu langdrægi.

Senditíðnin er mjög lág, 21 kHz sem skilar mjög miklu langdrægi.

Hífibúnaðurinn og sónarkúlan á KAIJO KCS-5221Z eru gríðarlega sterkbyggð sem þýðir að líkur á kostnaðarsömum viðgerðum eru verulega minni og rekstrarkostnaður lægri.

 • Mög þröngir geislar, aðeins 7 ° gefur mjög góða mynd og óvenju litlir hliðargeislar  tryggja einnig að sónarinn heldur  eiginleikum sínum vel á grunnu vatni og skilar góðri aðgreiningu á litlum lóðningum.
 • 20 sinnum hraðvirkari veltuleiðrétting og háþróuð truflanadeyfing fjarlægir truflanir og skilar hreinum og skörpum lóðningum.
 • Einkaleyfisvernduð senditækni, RDT skilar lengri og kröftugri sendipúlsi og skilar 20% meira langdrægi.
 • Stillanleg tíðni
 • 2 sjálfstæðar sónarmyndir, með mismunandi stillingum á skala, næmni, truflanadeyfingum og fleiri þáttum.
 • 2 sjálfstæðar lóðréttar sneiðmyndir
 • Ferlun á allt að 3 fisktorfum samtímis, (hraði og stefna)
 • Hægt er að vista allt að 10 mismunandi notendastillingar fyrir mismunandi aðstæður og fisktegundir.
 • Ný og þróuð truflandeyfingartækni minnkar truflanir frá eigin skipi og öðrum skipum sem skilar hreinni mynd og betri aðgreiningu á fiski.
 • Hægt að tengja þráðlausa rottu til þægindaauka við stjórnun sónars.
 • Mjög öflug sónarkúla með 768  augum, í húsi úr ryðfríu stáli sem tryggir lágmarks líkur á tjóni á kúlunni.
 • Mjög sterkbyggður hífibúnaður með stuðningshring á röri sem styður við kúluna alla leið niður brunninn. Þetta minnkar viðhaldskostnað og eykur líftíma hífibúnaðar og kúlu.
 • Eins og í öllum Kaijo tækjum er stjórntölvan í stál boxi og engir hreyfanlegir hlutir nema kælivifta í iðnaðargæðum
 • Einfalt að taka upp og skoða sónarmyndir.

Sonic Kaijo Denki KCS-5885Z Sonar

Kaijo Denki KCS-5221Z er nýjasta gerð lágtíðnisónartækja frá KAIJO.

KCS 5221Z er með tölvustjórneiningu sem hefur stafræna merkjavinnslu og mikinn hraða í gagnavinnslu.

Þetta skilar meiri næmni á fisk, minni truflunum, betri aðgreiningarhæfni og auknu langdrægi.

Senditíðnin er 94 kHz sem hentar vel við veiðar á öllum tegundum fisks

Sama sterkbyggða hönnunin og á eldri gerðum, tryggir ending og tryggir lágmarks bilanir.

 • Ný og þróuð truflandeyfingartækni minnkar truflanir frá eigin skipi og öðrum skipum sem skilar hreinni mynd og betri aðgreiningu á fiski.
 • 20 sinnum hraðvirkari veltuleiðrétting og háþróuð truflanadeyfing fjarlægir truflanir og skilar hreinum og skörpum lóðningum.
 • Mjög öflugur sónar, 960 augu í kúlu og 960 rásir í móttakara
 • Gríðarlega þröngur geisli sem gefur afburða virkni á grunnu vatni.
 • Tapar ekki torfum nærri skipi.
 • Áætlar stærð fisktorfa
 • 2 sjálfstæðar lóðréttar sneiðmyndir
 • 2 sjálfstæðar sónarmyndir, með mismunandi stillingum á skala, næmni, truflanadeyfingum og fleiri þáttum.
 • Ferlun á allt að 3 fisktorfum samtímis, (hraði og stefna)
 • Hægt er að vista allt að 10 mismunandi notendastillingar fyrir mismunandi aðstæður og fisktegundir.
 • Einfalt að taka upp og skoða sónarmyndir.
 • Mjög sterkbyggður hífibúnaður með stuðningshring á röri sem styður við kúluna alla leið niður brunninn. Þetta minnkar viðhaldskostnað og eykur líftíma hífibúnaðar og kúlu.
 • Eins og í öllum Kaijo tækjum er stjórntölvan í stál boxi og engir hreyfanlegir hlutir nema kælivifta í iðnaðargæðum
 • Hægt að tengja þráðlausa rottu til þægindaauka við stjórnun sónars.

Sonic Kaijo Denki KSE-310 fjölgeislamælir (Split Beam)

Sonic Kaijo Denki KSE-310 Split Beam mælirinn notar 15 aðskilda geisla sem skarast yfir hvern annan, frá botnstykki sem inniheldur 144 augu.

Þetta gefur notandanum bestu mögulegu upplýsingar um stærðardreifingu fisksins og magn hans.

KSE-310 eru gjarnan seldir með hinu öfluga 38 KHz split-beam botnstykki sem gefur mikið langdrægi án þess að fórna of miklu í nákvæmni stærðargreiningar og aðgreiningu lóðninga.

Í seinni tíð hefur þó færst í vöxt að mælirinn sé tekinn með 2 split beam tíðnum og menn bæti  70 eða 120 kHz við 38 Khz tíðnina.

 • Fiskveiðiútgáfa af mæli sem hannaður var fyrir japönsku hafrannsóknarstofnunina, sem notar einkleyfisvarða aðferð til þess að reikna magn og stærðardreifingu fisklóðninga.
 • Auðvelt að velja ýmist stærðardreifingu eða áætlaða stærð fisktorfa á völdu svæði á skjánum, ákveðnu dýpi, fjarlægð frá botni eða öllum skjánum.
 • Stærðardreifing eða magn er sýnt í 1, 2 or 3 misstórum gluggum á skjánum.
 • Tíðnimunar mynd, ber saman niðurstöður tveggja mismunandi tíðna, reiknar niðurstöðuna og sýnir í sér glugga á skjánum.
 • Botnstykkið hefur 144 augu og 15 geisla sem sýnir skýrt og greinilega mynd af botni og lóðningum auk þess að gefa bestu mögulegu stærðardreifinu fisksins. 
 • Sýnir vel ýsu fast við botninn vegna einstkara upplausnar og aðgreiningarhæfni.
 • Sýnir frábæra mynd af botni og botnhörku. 
 • Útgangur fyrir botnhörku yfir á OLEX plotter með botnhörkueiningu.
 • Hægt er að hraðspila upptökur úr mælinum sem teknar eru á löngum tíma og fá á stuttum tíma yfirsýn yfir efni frá mörgum klukkutímum  eða dögum.
 • Hægt er að vista upptökur sem JPG skrár og deila þeim með öðrum.
 • Einnig er hægt að vista “hráar” skrár sem innihalda allar upplýsingar, þannig að við endurspilun er hægt að stilla Gain, truflandeyfingar og aðrar stillingar eins og verið sé að nota mælinn í rauntíma.
 • Allt að 5 skjámyndir í einu, 4 mismunandi tíðnir, og lóðningar reiknaðar frá tíðnimun.
 • 3 Split Beam tíðnir 38, 70 and 120 kHz, auk hefðbundinna tíðna 15, 24, 50, 75 and 200kHz, getur sýnt 3 split beam tíðnir samtímis.
 • Einföld notkun með takkaborði, flýtihnappar og forritanlegir takkar auk þráðlausrar rottu.
 • Einfaldar valmyndir fyrir stillingar
 • Mjög sterkbyggt botnstykki
 •  Eins og í öllum Kaijo tækjum er stjórntölvan í stál boxi og engir hreyfanlegir hlutir
 • Notar tölvuskjái af hvaða stærð sem er, hægt að nota 2 skjái og færa glugga milli skjáa að vild.