Kannad er einn virtasti framleiðandi á neyðarbaujum á markaðnum. Þetta franska fyrirtæki framleiðir allar gerðir af neyðarbaujum, bæði frífljótandi sem losna sjálfvirkt frá sökkvandi skipi og baujur sem ætlaðar eru til að taka með sér í gúmmíbát.

Baujurnar eru fáanlegar bæði með og án GPS en GPS baujurnar senda staðsetningu sína með neyðarkallinu til björgunarmiðstöðva um allan heim og tryggja þannig að hægt er að senda hjálp beint á slysstað og leitartími styttist umtalsvert sem getur skipt skpum í okkar ískalda sjó.

Kannad Safelink AIS SART

Vörunúmer: Safelink AIS SART
AIS sendir til notkunar í björgunarbátum til þess að staðsetja þá nákvæmlega í leit og björgun. Kemur í stað eldri Radar SART tækjanna

Kannad Safelink AIS SART  er AIS neyðarsendir sem tekinn er með um borð í björgunarbáta þegar skipið er yfirgefið í neyð. Sendirinn sendir nákvæmastaðsetningu til björgunaraðila og tryggir þannig lágmarkstíma við leit og björgun manna úr björgunarbátum. Sendirinn kemur í sérstakri handhægri tösku tilbúinn til notkunar, og er mjög fljótlegt að grípa með þegar skipið er yfirgefið. 

Helstu eiginleikar

 • Alþjóðlega viðurkennt
 • vatnsþétt niður á 10 metra dýpi
 • Flýtur
 • Léttur, sterkbyggður og fyrirferðarlítill
 • Lágmarks rafhlöðuending 96 tímar
 • 6 ára líftími rafhlöðu
 • Ljós sem sýna stöðu notkunar
 • Innbyggð kerfisprófun
 • Kemur í handhægri tösku til að fljótlegt sé að taka með frá borði

Kannad Safelink R10

Vörunúmer:
Neyðarsendir sem gefur stöðuga staðsetningu inn á AIS tæki ef maður fellur fyrir borð

Byltingarkenndur neyðarsendir sem er í raun mini AIS sendir með innbyggðum GPS.

Gefur rauntíma staðsetningu á á manni í sjó þanngi að hægt er að sjá nákvæmlega hvar hann er þrátt fyrir myrkur og rek vegna vinds og strauma.

Tryggir að hægt sé að finna hann og bjarga úr sjó á stysta mögulega tíma sem getur skipt sköpum við grimmar aðstæður á norðlægum slóðum.

Kannad Safelink R10 bæklingar:

Notkunarleiðbeiningar
Bæklingur 1
Bæklingur 2

Sjá myndband sem sýnir notkun Kannad Safelink R10 í björgunarvesti hér

Kannad Safelink Solo PLB

Vörunúmer: Solo PLB
Lítill neyðarsendir fyrir alþjóðlega Cospas-Sarsat kerfið. Til notkunar bæði á sjó og landi.

Kannad Safelink Solo neyðarsendirinn er  mjög lítill og léttur en þó sterkbyggður.

Hann er hannaður til þess að fylgja notandanum hvert sem er og vera tilbúinn til notkunar þegar björgunar er þörf. hann er vatnsþéttur niður á 10 metra dýpi og einfaldur í gangsetningu.

Helstu eiginleikar

 • Alþjóðlega viðurkenndur
 • Án áskriftar, engin gjöld vegna notkunar
 • Lítill, léttur  og sterkbyggður
 • Vatnsþéttur niður á 10 metra og flýtur þegar hann er í meðfylgjandi flothylki.
 • Virkur um allan heim ef hann um COSPAS-SARSAT gerfihnettina
 • Alþjóðleg 406 MHz neyðarsending og 121.5 MHz miðunartíðni
 • Innbyggður 50 rása GPS sem tryggir nákvæma staðsetningu
 • Lágmarks rafhlöðuending 24 tíma í stöðugri sendingu
 • Einföld þriggja þrepa ræsing
 • Vinnur í allt að 20 stiga frosti
 • Kerfisprófun allt að 12 sinnum á ári
 • 6 ára líftími rafhlöðu
 • Flothylki, burðarpoki og úlnliðsól fylgja með

Kannad Safelink Solo PLS bæklingar:

Bæklingur

Notkunarleiðbeiningar

Kannad SafePro neyðarbaujur

Sterkbyggðar neyðarbaujur með bæði GPS og hinu nýja everópska Galileo staðsetningarkerfi.

Fáanlegar með AIS sendi sem hjálpar skipum á svæðinu að sjá baujuna og flýtir björgun, ekki síst við erfiðar aðstæður.

Eiginleikar:

 • Notar mörg staðsetningarkerfi meðal annarra GPS og Galileo
 • Vörn gegn óviljandi ræsingu
 • Mjög sterkbyggð, þolir erfiðar aðstæður
 • Mjög sterkt 360° blikkljós
 • Bæði fáanleg með handvirkri og sjálfvirkri sleppingu
 • Fáanleg með AIS sendi