Seiwa plotterarnir eru til í mörgum stærðum og bjóða upp á mikla möguleika í uppsetningu og tengingum.  Sem dæmi má nefna að sem grunneining eru þeir einungis kortaplotter. Með því að tengja við tækið dýparmæliseiningu og botnstykki verður það fullgildur dýptarmælir. Á sama hátt er hægt að bæta við það ratsjá, myndavélum eða jafnvel sjónvarpsmóttakara eða DVD spilara. Verðið á þesum búnaði er mjög gott miðað við aðra framleiðendur í þessum tækjaflokki.

SEIWA GPS Móttakari

Vörunúmer: GPL
GPS loftnet með innb. móttakara NMEA183
Seiwa 12- rása GPS/EGNOS móttakari (EGNOS – Evrópska leiðréttingarkerfið)

  • Tekur við EGNOS merkjum sem eykur staðsetningarnákvæmni verulega
  • Staðsetningarnákvæmni meiri en 3 metrar og hraðafrávik minni en 0,3 km/h
  • 15m hvítur kapall fylgir.
  • Vinnuspenna 10-35 Volt DC 2,5 Wött
  • Þyngd 160 g