Actisense NGX-1 NMEA 0183/2000 breytir
NGX-1 er einfaldasta leiðin til að tengja saman eldra NMEA 0183 kerfið og hið nýja NMEA 2000 kerfi sem er smám saman að verða ráðandi í siglingatækjaheiminum.
NGX-1 breytir NMEA 0183 merkjum yfir í NMEA 2000 og öfugt.
NGX-1 er fáanlegt í nokkrum útgáfum.
- NGX-1 ISO er standard útgáfan með tvíátta breytingu á NMEA 0183/2000.
- NGX-1 USB tengist beint við USB port tölvu fyrir NMEA 2000 merki.
Helstu eiginleikar:
- Leyfir notkun NMEA 0183 tækja á NMEA 2000 neti
- Gerir NMEA 0183 tækjum kleift að lesa NMEA 2000 gögn
- Nýtir NMEA 2000 net til að blanda saman NMEA 0183 merkjum
- Stillt með Actisense Toolkit hugbúnaðinum.
Nánari upplýsingar um Actisense NGX-1 má finna á vefsíðu framleiðenda – hér