Alphacam AHD Mini vatnsþéttar eftirlitsmyndavélar

Alphacam mini AHD myndavélarnar eru sérlega sterkbyggðar, IP 67 vatnsþéttar og gasfylltar myndavélar sem þola mjög vel hina krefjandi íslensku aðstæður.

Þær hafa mjög skarpa mynd í Full HD 1920*1080 upplausn, sem nýtir 1/2.8” Sony CMOS myndflögu sem gefur mjög hreina og truflanalausa mynd.

Þær eru fáanlegar með mismunandi linsum frá 2,1 upp í 25 mm sem gefa sjónsvið frá 125° niður í um 15°

Myndavélarnar sem eru með 3,6 mm. og þrengri linsum hafa innrauðar ljósdíóður með langdrægi upp á 20 metra sem gera þeim kleift að sjá í myrkri.

Flokkur: Merkimiði: