Avitech Pacific MS skjáveggjastýringin

Skjáveggjastýringin frá Avitech sem þróuð hefur verið í samvinnu við Sónar og er sérstaklega hönnuð til notkunar í skipum.

Pacific MS er skjámatrixukerfi sem er uppbyggð úr einingum og hægt er að aðlaga að aðstæðum í hverju skipi fyrir sig. Hægt er að taka merki frá allt að 32 tækjum og deila þeim út á allt að 32 skjáfleti sem geta verið venjulegir tölvuskjáir eða hluti af stórum sjónvarpsskjáum.

Hægt er að nota sömu mús og lyklaborð fyrir allt kerfið þannig að vinnuaðstaða skipstjóra með fjölda músa við skipstjóra stólinn heyrir sögunni til.

Hægt er að tengja nær hvaða tæki sem er inn á skjáveggja kerfið og er það þegar í notkun í fjölda skipa við Ísland.

Búnaðurinn er hannaður til þess að standast krefjandi aðstæður um borð í skipum og þolir hita, raka og titring samkvæmt staðlinum IEC-60945.

Pacific MS kemur í 3 mismunandi stærðum sem henta mismunandi stærðum og gerðum skipa:

  • Pacific MS-2: Allt að 12 skjáinngangar og  8 skjáútgangar
  • Pacific MS-3: Allt að 20 skjáinngangar og 16 skjáútgangar 
  • Pacific MS-6: Allt að 32 skjáinngangar og 32 skjáútgangar 
Flokkur: Merkimiði: