Flir M232 hitamyndavél

Flir M232 hitamyndavélin er ein minnsta og ódýrasta hitamyndavélin frá Flir. Hún er mótorstýrð og hægt að snúa henni í 360°og halla henni í hvaða gráðu sem er.

Hún er mjög einföld í uppsetningu og þarf einungis einn kapal úr brú og upp í myndavélina

Upplausnin er 320*240 punktar sem gefur skýra mynd af bátum, siglingamerkjum og hindrunum á siglingaleið hvort sem er í svarta myrkri eða á móti blindandi sól.

Sé hún tengd inn á Raymarine fjölnotaplotter, nýtir hann hina einstöku Clear cruise tækni til að greina sjálfvirkt hluti í umhverfinu og sýna á skýran hátt hvar þeir eru.

Smelltu hér til að sjá hvernig Flir myndavélin breytir dimmri nótt í nánast dagsbirtu

Tugboat in thermal bringing in a cruise ship
Detect kayaks and personal watercraft
Highlights the hottest item in red
Öruggari leiðsaga í myrkri
Betri yfirsýn
Auðvelt að setja á hvaða bát sem er

Flir M232 hitamyndavélin stóreykur öryggi við leiðsögu í myrkri með því að sýna greinilega hluti eins og bryggjur, garða, sker, baujur auk annarra skipa og báta.

Það er einnig staðreynd að hitamyndavélar hafa bjargað mannlífum með því að finna fólk sem fallið hefur útbyrðis á miklu styttri tíma en hægt hefði verið með leitarljósum.

M232 myndavélin hefur 320×240 punkta upplausn, 360° snúning auk 4X stafræns aðdráttar.

Þetta tryggir fullkomna yfirsýn yfir allt umhverfi bátsins og gerið kleift að stækka upp hluti sem þarfnast nánari skoðunar.

Flir  M232 myndavélin er létt og fyrirferðarlítil og því einfalt að koma fyrir-, jafnvel á minnstu bátum.

Hún tengist með einum netkapli sem straumfæðir hana auk þess að stjórna hreyfingu hennar og  senda frá henni myndina seg stafrænan gagna straum.

Myndina er síðan hægt að taka ýmist inn á tölvukerfir eða Raymarine fjölnota plotterskjái.

Sjá nánari upplýsingar um Flir M232 hitamyndavélina á vefsíðu framleiðenda – hér

Almennt

 
Snúningur/ Halli Snúningur 360°, halli +110°, -90
Stærð 161.1 °mm (Ummál) x 229.3 mm (hæð)
Þyngd 3 Kg.
Stafrænn aðdréttur 4X
Upplausn 320×240 punktar
Aflnotkun 12-24VDC, Max 18W

Umhverfi

 
Rafsegultruflanir (staðall) IEC 60945
Vatnsþéttni IPX6
Loftraki 95%
Seltuþol IEC 60945
Vindur 161 Kmh.
Vinnuhitasvið (-25°C to +55°C)
Geymsluhitasvið  (-30°C to +70°C)

Myndeiginleikar

 
Myndskynjari
320 × 240 VOx Microbolometer
Langdrægi – Manneskja í sjó 457 m.
Langdrægi – Lítill bátur 1,3 Km.
Sjónsvið 24° × 18°
Mynd snið (Format) H264 IP Video stream
Mynduppfærsluhraði 9Hz

Flokkur: Merkimiðar: ,