DTGS Stafræn Tankapælikerfi fyrir skip

DTGS Frá PSM Marine – Einföld leið til að fylgjast með stöðu tanka

Kerfið gefur stöðugan aflestur af magni í tönkum skipsins og sýnir hann á miðlægum skjá. Kerfið er hannað fyrir meðalstór skip og hentra  því mjög vel fyrir íslenska fiskiskipaflotann.

DGTS kerfið er heildarlausn sem gefur skýra heildar yfirsýn yfir magn í tönkum skipsins.

Hagstætt verð og einfalt í notkun

PSM hefur  yfir 40 ára reynslu í hönnun tankpælikerfa og hefur nýtt hana vel við hönnun þessa kerfis.

Það hefur skilað sér í kerfi sem er framúrskarandi í virkni, fjölhæfni og rekstraröryggi.

Kerfið er heildarlausn í tankaeftirliti sem byggir á eftirtöldum viðurkenndum einingum frá PSM Marine:

DGTS býður heildarlausn með  fullkominni skjámynda framsetningu og lágmarks kapallögnum.

Rauntíma aflestur á skjámyndauppsetningu fyrir hvert skip gerir tanka eftirlit auðveldara en nokkru sinni fyrr.

Hægt er að fá nema sem viðurkenndar eru af flokkunarfélögum til notkunar þar sem þess er krafist. Tanknemar henta fyrir eldsneytistanka, smurolíutanka, vatnstanka, kjölfestutanka og lensirými.

Hvert DGTS pælikerfi er sérsniðið að tankakerfinu sem það á að fylgjast með og er forritað með fjölda, stærð og gerð tankanna í skipinu, og býður upp á valkosti um aukaskjái og útganga fyrir önnur kerfi skipsins.

Helstu eiginleikar

  • Heildarlausn til efitlits tankakerfis skipsins með miðlægri vinnslu, aflestrarskjám og útgöngum fyrir önnur kerfi.
  • Skjáuppsetning er skilgreind fyrir hvert skip til að gefa sem skýrasta mynd um stöðu í tönkum.
  • Hægt að vera með marga aflertarskjái.
  • Hagkvæmt í uppsetningu
  • Einföld kapallögn
  • Rauntíma aflestur og möguleiki á gagnasöfnun
  • Fyrirferðalítið og auðvelt í uppsetningu
  • Notar íhluti sem eru viðurkenndir til notkunar í skipum.
Flokkur: Merkimiði: