Thor 7 háhraða nettenging um gervihnött

Thor 7 KA band  gervihnatta nettengingin býður upp á stöðugt háhraðasamband fyrir Internet og síma á öllu Norðuratlantshafinu.

Thor 7 hnötturinn notar svokallaða  HTS Spotbeam tækni sem þýðir að styrkur gerfihnattamerkisins er jafn á öllu svæðinu sem hann nær til en ekki sterkastur í miðjunni og umtalsvert daufari við jaðrana eins og í eldri kerfunum.

Þetta gerir það að verkum að sami búnaður vinnur hvar sem er á svæðinu og hægt að nota talsvert  minni diska heldur en í eldri kerfum.  Sambandið er órofið allsstaðar án þess að notandinn þurfi að hugsa um það þar sem búnaðurinn skiptir sjálfvirkt á milli geislanna frá hnettinum.

Hraði gagnaflutnings er allt að 24 Mbit/ sek. og verðið á tengingunni er mjög hagstætt.

Flokkur: Merkimiði: