Tranberg 2650 Xenon ískastari, rafstýrður

Tranberg TEF 2650 Xenon kastaranir eru sterkbyggð ljós, hönnuð og smíðuð í Noregi fyrir krefjandi aðstæður norður Atlantshafsins. Xenon peran gefur frá sér bláhvítt ljós sem endurkastast vel af ísjökum og sýnir þá mjög greinilega.

Hús og burðarvirki ljósanna er úr ryðfríu stáli sem þolir vel seltu og veðurálag á norðurslóðum.

Ljósunum er fjarstýrt með þægilegu stjórnborði í brú skipsins.

TEF 2650 ískastararnir eru til í 1000, 1600 og 2000 watta útgáfum.

Flokkur: Merkimiði: