WASSP F3 Fjölgeisladýptarmælir

Hefur þig langað til að finna út hvernig sjávarbotninn lítur út í raun og veru, og hvort þar er að finna fisk?

Nú er það mögulegt með WASSP F3 þrívíddarmælinum.

WASSP F3 er þrívíddardýptarmælir sem sérstaklega hefur verið hannaður til þess að gera notendum kleift að greina hvernig botnlag er undir bátum þeirra og sjá fisk með mikilli nákvæmni, bæði við botninn og uppi í sjó. Hann hefum 5 mismunandi skjámyndir sem hægt er að raða saman á marga mismunandi vegu til þess að fá hámarksupplýsingar um það sem undir bátnum er að finna.

WASSP mælirinn er hannaður og framleiddur af ENL í Nýja Sjálandi sem hefur 50 ára reynslu af þjónustu við þarlenda fiskimenn. Þessi reynsla þeirra mun nú nýtast íslenskum fiskimönnum í hinum nýja byltingarkennda þrívíddarmæli sem nú er kominn á markað hérlendis. Þekking þeirra á fiskveiðum og þörfum fiskimanna hefur skapað tæki sem er framúrskarandi fiskileitartæki og ákaflega einfalt í notkun.

WASSP mælirinn er í raun miklu meira en dýptarmælir. Hann notar nýjustu stafræna tækni til þess að safna nákvæmum dýpis og botnhörkuupplýsingum á allt að 400 metra breiðu svæði undir bátnum og sýna þær á greinilegu formi sem auðvelt er fyrir notandann að túlka og nýta sér til þess að hámarka arðsemi sína af veiðunum.

Hann mun gera kleift að koma inn á óþekkt svæði án þess að hafa botngögn og safna þeim á stuttum tíma og spara þannig tíma við að kynnast aðstæðum. Einnig hefur hann þann eiginleika að geta séð fisklóðningar sem eru talsvert langt til hliðar við bátinn og gert mögulegt að staðsetja hann miklu betur yfir fiskinum en unnt er með hefðbundnum tækjum.

Til þess að koma að sem bestum notum fyrir sem flesta notendur hefur WASSP mælirinn margar mismunandi skjámyndir og hér verða þær helstu taldar upp:

1.  Hefðbundinn dýptarmælir
2. Fimm geisla dýptarmælir
3. 120 gráðu þversnið af botni undir bátnum
4. Sjávarbotnsmynd sem sýnir botninn í mismunandi litum eftir dýpi, ekki ósvipað kortaplotter en þó með áherslu á botninn
5. Sjávarbotnsmynd með fiskyfirlagi sem er svipuð skjámynd 4 en botninn sýndur í gráu og fisklóðningar koma sem litaðir flekkir ofan á botninn.
6. Botnhörkumynd sem líkist skjámyndum 4 og 5 en sýnir botnhörku með misdökkum gráum litum eða í lit eftir vali notanda.
7. Þrívíddarmynd af botni með mismunandi lit eftir dýpi
8. Sidescan mynd sem sýnir greinilega lögun hluta á botninum. Hentar vel til að skoða flök og aðra hluti á botninum

 

WASSP F3 mælirinn er til í 3 megin útgáfum:

F3: Minnsta útgáfan sen hentar fyrir alla minni báta, vinnur á 160 khz

F3X: Öflugri útgáfa fyrir dýpra vatn, vinnur á 160 khz

F3X-L: Lágtíðni útgáfa fyrir mikið dýpi, vinnur á 80 khz

Samanburðartafla fyrir WASSP F3 útgáfurnar

WASSP útgáfa F3 F3X F3X-L
Gerð sendis DRX DRX-46 DRX-46
Gerð botnstykkis WMB-160 WMB-160 WMB-80
Kortlagningardýpi 300 m. 450 m. 600 m.
Hámarks kortlagningardýpi 350 m. 525 m. 850 m.
Hámarks dýpi f. dýptamæli 400 m. 600 m. 1000 m.
Heildargeislabreidd 120° 120° 120°
Gerð sendingar Venjuleg/ Chirp Venjuleg/ Chirp Venjuleg/ Chirp
Vinnutíðni 160 khz 160 khz 80 khz
Chirp tíðnisvið 120-160 khz 120-160 khz 60-85 khz
Besta dýpisupplausn 4 cm. 4 cm. 4 cm.
Geislabreidd Bak/ stjór pr. geisla
Geislabreidd Fram/ aftur pr. geisla 3,2° 3,2° 3,2°
Fjöldi dýptarmælisgeisla 5 5 5
Vinnuspenna 9-32 v 18-32 v 18-32 v
Orkunotkun, hámark 30W 50W 50W
       
Flokkur: Merkimiði: