ENL er framleiðandi WASSP þrívíddardýptarmælisins sem er mesta bylting í dýptarmælatækni sem komið hefur fram í fjölda ára. WASSP mælirinn hefur þann eiginleika að geta séð miklu stærra svæði undir bátnum en aðrir mælar auk þess að geta kortlagt botninn bæði í tvívídd og þrívídd auk þess að staðsetja fisk og kortleggja botnhörku.

WASSP F3i Fjölgeisladýptarmælir

Vörunúmer: WASSP F3i
Fjölnota fiskileitar og botngreiningartæki.

Byltingarkenndur dýptarmælir sem sendir 120 gráðu leitargeira sem byggður er upp af 112 geislum þvert á bátinn. Hann getur sýnt fisk talsvert til hliðar við bátinn og hefur innbyggða hörkugreiningu.  Upplýsingunum sem þetta gefur safnar hann í gagnagrunn og getur byggt upp nákvæma þríviddarmynd af botninum og teiknað upp botnhörkukort á broti þess tíma sem það tekur hefðbundinn dýptarmæli að safna þessum gögnum.