NMEA2000 í NMEA0183 breytir

Vörunúmer: NGW-1
Breytir merkjum frá NMEA2000 neti í NMEA0183 og öfugt

Þetta er tæki sem brúar á milli nýju og gömlu NMEA staðlanna. Með þessum breyti er hægt að tengja gömul NMEA 0183 tæki inn á ný NMEA 2000 kerfi og bæta nýjum NMEA 2000 tækjum í báta sem eru með öll tæki í NMEA0183 fyrir.

 Þessi breytir fæst bæðt sem hreinn breytir úr NMEA 2000 í NMEA0183 og með USB tengi til að breyta NMAEA 2000 í USB.

NMEA multiplexer/ Autoswitch

Vörunúmer: NDC-4
Tekur saman merki frá mörgum NMEA tækjum og skilar inn á 1 útgang

Þetta tæki getur unnið á tvo vegu. Annarsvegar sem merkjablandari eða Multiplexer. Þá tekur hann merki frá allt að 5 tækjum og skilar þeim í einum merkjastreng út á útganginn. Þann streng er síðan hægt að taka inn á 1 serial port eða USB port á tölvu.

Inngangarnir geta verið með mismunandi upplýsingu og með mismunandi Baud rate frá 4800 – 57.600 baud.

Útgangurinn getur síðan haft baud rate frá 4800-115.200 baud

Inn og útgangar eru fullkomlega einangraðir frá hver öðrum.

Hinsvegar getur það unnið sem sjálfvirkur valrofi á milli tækja. Það væri td hægt að tengja 5 GPS tæki innn á það og síðan útganginn  inn á plotter. Þá myndi plotterin nota það GPS tæki sem tengt er inn á inngang númer 1 meðan það vinnur eðlilega. Ef ekki berst merki frá því eða það verður ógilt , þá skiptir Autoswitchinn sjálfvirkt á næst inn gang og síðan koll af kolli.

Optocoupler fyrir einn inn/útgang

Vörunúmer: Opto 3A
Einangrunartengi (optocoupler fyrir NMEA0183 inn á serial tengi á tölvu).

Ætlað til tengingar inn á serial RS232 tengi PC tölvu. Er með 9 pinna tengi og 1,8 metra kapli. Er með 1 inngang og einn útgang.

 Þetta tengi er einangrað (Optocoupler) og verndar serial inngang tölvunnar frá truflunum í rafkerfi báta. Þetta getur komið í veg fyrir að serial port eða jafnvel móðurborð tölvu skemmist eða eyðileggist ef útleiðsla, spennutruflanir eða aðrar truflanir koma fram í rafkerfum.

USB í Serial breytir

Vörunúmer: USB-1
Breytir serial tengi yfir á USB form til notkunar í nýrri tölvum sem eru án serial tengja

Serial breytir til að tengja merki frá siglingatækjum inn á tölvur sem eru einungis með  USB tengi. Þetta á við flestar nýrri fartölvur og sumar borðtölvur.

Hentar einnig ef þarf að bæta fleiri serial tengjum við tölvur.

ATH: Þess breytir er ekki einangraður (Optocoupler) og verndar ekki USB inngang tölvunnar frá truflunum í rafkerfi báta.

Ef þörf er á Optocoupluðum inngöngum er bent á að nota frka USG-1

Raymarine/ Flir AX8 vélarrúms eftirlitsmyndavél

Vörunúmer: T32126
Alger nýjung í vélarrúmseftirliti sem getur mælt hita á stökum punktum og svæðum. Lætur vita ef hiti fer upp eða niður fyrir ákveðin stillanleg mörk.

Byltingarkennd nýjung í vélarrúmseftirliti.

Auk þess að vinna sem hefðbundin myndavél sem sýnir skýra mynd af því sem er í gangi í vélarrúminu vinnur vélin einnig sem hitamyndavél.

Hægt er að stilla inn 6 mælipunkta í myndinni og láta myndavélina mæla með mikilli nákvæmni hitann í hverjum fyrir sig eða hitamun milli tveggja punkta.

Ef hitinn fer yfir eða undir valin gildi gefur myndavélin aðvörun þannig að hægt er að grípa til aðgerða áður en brunar eða önnur slys verða.

JLN-652 Straummælir

Vörunúmer: JLN-652BB
JLN-652 Straummælir. Nýr straummælir með fjölda eiginleika.

Vandaður straummælir sem getur sýnt straumhraða á mismunandi dýpi. Tengjanlegur við GPS tæki og áttavita og getur þannig sýnt raunhraða og raunstefnu strauma á 50 mismunandi dýpislögum með tölulegum aflestri á 5 lögum.

Straummælirinn getur einnig unnið sem logg sem sýnir hraða skipsins og rekstefnu auk þess að vera 4 geisla dýptarmælir.

 Helstu eiginleikar:

  • 50 straummælingarlög
  • Mælir lóðrétta strauma
  • Nákvæmt 4 geisla botnstykki
  • Sjálfvirk botnlæsing á straumum
  • Þrívíddarframsetning á mældum straumum
  • Senditíðni 240 khz.
  • Mælir strauma frá 2 metrum, allt að 200 m
  • Fjögurra geisla dýptarmælismynd með styrkstilli og truflanadeyfi

NWZ-4610 Upplýsingaskjár

Vörunúmer: NWZ-4610

Fjölnota skjár fyrir ýmsar upplýsingar frá öðrum tækjum í skipinu.

 Helstu eiginleikar:

    • Skýr og bjartur 4,5” skjár
    • 2 litir á lýsingu, hvítur og appelsínugulur
    • Hægt að stilla lýsingu samtímis á allt að 10 tækjum í einu.
    • Birtir td. Upplýsingar um: Dýpi, staðsetningu, stefnu, hita, veðurupplýsingar og margt fleira