Ýmsar vörur

NMEA2000 í NMEA0183 breytir

Vörunúmer: NGW-1
Breytir merkjum frá NMEA2000 neti í NMEA0183 og öfugt

Þetta er tæki sem brúar á milli nýju og gömlu NMEA staðlanna. Með þessum breyti er hægt að tengja gömul NMEA 0183 tæki inn á ný NMEA 2000 kerfi og bæta nýjum NMEA 2000 tækjum í báta sem eru með öll tæki í NMEA0183 fyrir.

 Þessi breytir fæst bæðt sem hreinn breytir úr NMEA 2000 í NMEA0183 og með USB tengi til að breyta NMAEA 2000 í USB.

NMEA multiplexer/ Autoswitch

Vörunúmer: NDC-4
Tekur saman merki frá mörgum NMEA tækjum og skilar inn á 1 útgang

Þetta tæki getur unnið á tvo vegu. Annarsvegar sem merkjablandari eða Multiplexer. Þá tekur hann merki frá allt að 5 tækjum og skilar þeim í einum merkjastreng út á útganginn. Þann streng er síðan hægt að taka inn á 1 serial port eða USB port á tölvu.

Inngangarnir geta verið með mismunandi upplýsingu og með mismunandi Baud rate frá 4800 – 57.600 baud.

Útgangurinn getur síðan haft baud rate frá 4800-115.200 baud

Inn og útgangar eru fullkomlega einangraðir frá hver öðrum.

Hinsvegar getur það unnið sem sjálfvirkur valrofi á milli tækja. Það væri td hægt að tengja 5 GPS tæki innn á það og síðan útganginn  inn á plotter. Þá myndi plotterin nota það GPS tæki sem tengt er inn á inngang númer 1 meðan það vinnur eðlilega. Ef ekki berst merki frá því eða það verður ógilt , þá skiptir Autoswitchinn sjálfvirkt á næst inn gang og síðan koll af kolli.

Optocoupler fyrir einn inn/útgang

Vörunúmer: Opto 3A
Einangrunartengi (optocoupler fyrir NMEA0183 inn á serial tengi á tölvu).

Ætlað til tengingar inn á serial RS232 tengi PC tölvu. Er með 9 pinna tengi og 1,8 metra kapli. Er með 1 inngang og einn útgang.

 Þetta tengi er einangrað (Optocoupler) og verndar serial inngang tölvunnar frá truflunum í rafkerfi báta. Þetta getur komið í veg fyrir að serial port eða jafnvel móðurborð tölvu skemmist eða eyðileggist ef útleiðsla, spennutruflanir eða aðrar truflanir koma fram í rafkerfum.

USB í Serial breytir

Vörunúmer: USB-1
Breytir serial tengi yfir á USB form til notkunar í nýrri tölvum sem eru án serial tengja

Serial breytir til að tengja merki frá siglingatækjum inn á tölvur sem eru einungis með  USB tengi. Þetta á við flestar nýrri fartölvur og sumar borðtölvur.

Hentar einnig ef þarf að bæta fleiri serial tengjum við tölvur.

ATH: Þess breytir er ekki einangraður (Optocoupler) og verndar ekki USB inngang tölvunnar frá truflunum í rafkerfi báta.

Ef þörf er á Optocoupluðum inngöngum er bent á að nota frka USG-1

Raymarine/ Flir AX8 vélarrúms eftirlitsmyndavél

Vörunúmer: T32126
Alger nýjung í vélarrúmseftirliti sem getur mælt hita á stökum punktum og svæðum. Lætur vita ef hiti fer upp eða niður fyrir ákveðin stillanleg mörk.

Byltingarkennd nýjung í vélarrúmseftirliti.

Auk þess að vinna sem hefðbundin myndavél sem sýnir skýra mynd af því sem er í gangi í vélarrúminu vinnur vélin einnig sem hitamyndavél.

Hægt er að stilla inn 6 mælipunkta í myndinni og láta myndavélina mæla með mikilli nákvæmni hitann í hverjum fyrir sig eða hitamun milli tveggja punkta.

Ef hitinn fer yfir eða undir valin gildi gefur myndavélin aðvörun þannig að hægt er að grípa til aðgerða áður en brunar eða önnur slys verða.

JLN-652 Straummælir

Vörunúmer: JLN-652BB
JLN-652 Straummælir. Nýr straummælir með fjölda eiginleika.

Vandaður straummælir sem getur sýnt straumhraða á mismunandi dýpi. Tengjanlegur við GPS tæki og áttavita og getur þannig sýnt raunhraða og raunstefnu strauma á 50 mismunandi dýpislögum með tölulegum aflestri á 5 lögum.

Straummælirinn getur einnig unnið sem logg sem sýnir hraða skipsins og rekstefnu auk þess að vera 4 geisla dýptarmælir.

 Helstu eiginleikar:

  • 50 straummælingarlög
  • Mælir lóðrétta strauma
  • Nákvæmt 4 geisla botnstykki
  • Sjálfvirk botnlæsing á straumum
  • Þrívíddarframsetning á mældum straumum
  • Senditíðni 240 khz.
  • Mælir strauma frá 2 metrum, allt að 200 m
  • Fjögurra geisla dýptarmælismynd með styrkstilli og truflanadeyfi

NWZ-4610 Upplýsingaskjár

Vörunúmer: NWZ-4610

Fjölnota skjár fyrir ýmsar upplýsingar frá öðrum tækjum í skipinu.

 Helstu eiginleikar:

    • Skýr og bjartur 4,5” skjár
    • 2 litir á lýsingu, hvítur og appelsínugulur
    • Hægt að stilla lýsingu samtímis á allt að 10 tækjum í einu.
    • Birtir td. Upplýsingar um: Dýpi, staðsetningu, stefnu, hita, veðurupplýsingar og margt fleira

Höfuðlínusónar

Wesmar TCS785/385 Höfuðlínusónarkerfi

Vörunúmer: 10.00780.0
Höfuðlínusónar með einum höfuðlínusendi

Ný útgáfa af hinu vinsæla höfuðlínusónarkerfi frá Wesmar (áður TCS 770 og 780).

Fáanlegur með tveimur mismunandi höfuðlínustykkjum, 785 sem er eins og eldri stykkin og er með framgeisla, trollskönnun og niðurgeisla og 385 sem er án framgeislans og einungis 12 kíló á þyngd.

Wesmar TCS785 höfuðlínusendir 180 kHz

Vörunúmer: 64.00785.0
Höfuðlínustykki með 180 khz sneiðmynd og 110 khz fram og niðurgeisla.

Vinnudýpi:

Allt að 1.800 metrum
Tíðni: Framleitun 110kHz, niður 110 kHz og trollskönnun 180kHz
Hallaleiðrétting: 30°
Aflanemar: Allt að 6 nemar
Dýpisnemi: Metrar, faðmar og fet
Þyngd: 29,5 kg. þurr, 9,5 kg í sjó

Wesmar TCS385 höfuðlínusendir 180 kHz

Vörunúmer: 64.00385.0
Höfuðlínustykki með 180 khz sneiðmynd og 110 khz niðurgeisla.
Vinnudýpi: Allt að 1.000 metrum
Tíðni: Niður 110 kHz og trollskönnun 180kHz
Hallaleiðrétting: 30°
Aflanemar: Allt að 6 nemar
Dýpisnemi: Metrar, faðmar og fet
Þyngd: 12 kg. þurr, 4,5 kg í sjó

Neyðarbúnaður

Kannad Safelink AIS SART

Vörunúmer: Safelink AIS SART
AIS sendir til notkunar í björgunarbátum til þess að staðsetja þá nákvæmlega í leit og björgun. Kemur í stað eldri Radar SART tækjanna

Kannad Safelink AIS SART  er AIS neyðarsendir sem tekinn er með um borð í björgunarbáta þegar skipið er yfirgefið í neyð. Sendirinn sendir nákvæmastaðsetningu til björgunaraðila og tryggir þannig lágmarkstíma við leit og björgun manna úr björgunarbátum. Sendirinn kemur í sérstakri handhægri tösku tilbúinn til notkunar, og er mjög fljótlegt að grípa með þegar skipið er yfirgefið. 

Helstu eiginleikar

  • Alþjóðlega viðurkennt
  • vatnsþétt niður á 10 metra dýpi
  • Flýtur
  • Léttur, sterkbyggður og fyrirferðarlítill
  • Lágmarks rafhlöðuending 96 tímar
  • 6 ára líftími rafhlöðu
  • Ljós sem sýna stöðu notkunar
  • Innbyggð kerfisprófun
  • Kemur í handhægri tösku til að fljótlegt sé að taka með frá borði

Kannad Safelink R10

Vörunúmer:
Neyðarsendir sem gefur stöðuga staðsetningu inn á AIS tæki ef maður fellur fyrir borð

Byltingarkenndur neyðarsendir sem er í raun mini AIS sendir með innbyggðum GPS.

Gefur rauntíma staðsetningu á á manni í sjó þanngi að hægt er að sjá nákvæmlega hvar hann er þrátt fyrir myrkur og rek vegna vinds og strauma.

Tryggir að hægt sé að finna hann og bjarga úr sjó á stysta mögulega tíma sem getur skipt sköpum við grimmar aðstæður á norðlægum slóðum.

Kannad Safelink R10 bæklingar:

Notkunarleiðbeiningar
Bæklingur 1
Bæklingur 2

Sjá myndband sem sýnir notkun Kannad Safelink R10 í björgunarvesti hér

Kannad Safelink Solo PLB

Vörunúmer: Solo PLB
Lítill neyðarsendir fyrir alþjóðlega Cospas-Sarsat kerfið. Til notkunar bæði á sjó og landi.

Kannad Safelink Solo neyðarsendirinn er  mjög lítill og léttur en þó sterkbyggður.

Hann er hannaður til þess að fylgja notandanum hvert sem er og vera tilbúinn til notkunar þegar björgunar er þörf. hann er vatnsþéttur niður á 10 metra dýpi og einfaldur í gangsetningu.

Helstu eiginleikar

  • Alþjóðlega viðurkenndur
  • Án áskriftar, engin gjöld vegna notkunar
  • Lítill, léttur  og sterkbyggður
  • Vatnsþéttur niður á 10 metra og flýtur þegar hann er í meðfylgjandi flothylki.
  • Virkur um allan heim ef hann um COSPAS-SARSAT gerfihnettina
  • Alþjóðleg 406 MHz neyðarsending og 121.5 MHz miðunartíðni
  • Innbyggður 50 rása GPS sem tryggir nákvæma staðsetningu
  • Lágmarks rafhlöðuending 24 tíma í stöðugri sendingu
  • Einföld þriggja þrepa ræsing
  • Vinnur í allt að 20 stiga frosti
  • Kerfisprófun allt að 12 sinnum á ári
  • 6 ára líftími rafhlöðu
  • Flothylki, burðarpoki og úlnliðsól fylgja með

Kannad Safelink Solo PLS bæklingar:

Bæklingur

Notkunarleiðbeiningar

Loftnet

DAB/AM/FM útvarpsloftnet

Vörunúmer: DABAMFM76
AM/FM bátaloftnet fyrir útvarpsmóttöku

HF500TX/RX HF/SSB loftnet

Vörunúmer: HF500TX/RX
HF/SSB loftnet fyrir skip. Hentar bæði sem sendi og móttökunet fyrir stuttbylgju og millibylgjustöðvar.

VHF 73 – VHF loftnet

Vörunúmer: VHF 73
VHF bátaloftnet með standard festingu.

VHF 76 – VHF loftnet

Vörunúmer: VHF 76
3 dB VHF bátaloftnet með festingu

VHF53 loftnet

Vörunúmer: VHF53
VHF net fyrir skemmtibáta með áföstum kapli.

Active Navtex loftnet

Vörunúmer: NAW-333
Móttöku loftnet fyrir JRC Navtex móttakara

Fjarskiptabúnaður

SAILOR 150 Fleet Broadband

Vörunúmer: 403742A
Fleet Broadband gervihnattafjarskiptakerfi fyrir tal og Internettengingu.

SAILOR 150 Fleet Broadband kerfið er fyrirferðarlítið kerfi sem býður upp á bæði síma og  Internet tengingu. Kerfið er einfalt í uppsetningu og þarf einungis einn kapal á milli móðurstöðvar og loftnets.

Kerfið hentar vel í allar gerðir minni báta sem aðallausn fyrir internet og í stærri skip sem varaleið fyrir V-Sat kerfi

Helstu eiginleikar:

  • Hagstætt verð
  • Sími og gagnaflutningur samtímis
  • 150 Kbits á sek gagna hraði
  • IP tenging fyrir Internet og tölvupóst
  • LAN tengi fyrir staðarnet
  • IP síma tengi og símtól.

Sailor 6150 Mini-C

Vörunúmer: 406150A-00500
Sailor Mini-C tæki með neyðarhnappi fyrir skip sem ekki þurfa GMDSS samþykkt Mini -C tæki.

SAILOR 6150 Mini-C tækið er sérstaklega ætlað til þess að sinna sjálfvirkri tilkynningarskyldu skipa sem eru utan drægis strandstöðva.

það getur einnig sinnt fjarskiptum svo sem telex og tölvupóstsendingum og móttöku.

SAILOR Mini-C tæki eru vinsælustu tækin í sínum flokki í íslenskum skipum vegna einfaldleika í notkun og rekstraröryggis. 

Helstu eiginleikar:

  • Einfalt í uppsetningu, sendir, móttakari og loftnet sambyggð.
  • Sjálfvirk tilkynningarskylda, fjarstýrð frá vaktstöð siglinga
  • Telex fjarskipti
  • Sending og móttaka tölvupósts
  • Neyðarhnappur sem sendir staðsetningu og nafn skips í neyð
  • Innbyggður 50 rása GPS

SAILOR 6110 Mini-C GMDSS

Vörunúmer: 406110A-00500
SAILOR GMDSS approved Mini-C tæki með SAILOR 6006 snertiskjá terminal.

Nýtt og öflugt Inmarsat Mini-C tæki með  snertiskjá. þetta tæki er mjög einfalt í notkun og býður upp á sendingar á Telex skeytum, tölvupósti og staðsetningartilkynningum.

Snertiskjárinn er fyrirferðarlítill  og þægilegur í uppsetningu og getur að sjálfsögðu tengst öðrum fjarskiptabúnaði skipsins um Thranelink netkerfið.

Helstu eiginleikar:

  • Fyrsta snertiskjástýrða Inmarsat C tæki í heimi
  • Valmyndir með einföldum táknmyndum
  • Sést vel á tækið á nóttu sem degi
  • Ferileftirlit og skilaboðasendingar um allan heim
  • LRIT möguleiki
  • SSAS möguleiki
  • Enn rekstaröruggara en fyrr

Sailor 6215 VHF talstöð

Vörunúmer: 406215A
Sterkbyggð og vatnsþétt talstöð með Class D DSC og neyðarhnappi.

SAILOR 6215 talstöðin er öflug stöð sem ætluð er til notkunar í atvinnu og fiskibátum þar sem þörf er á hágæða fjarskiptabúnaði.

Hún er með Class D DSC móttöku og neyðarhnappi sem getur sent út neyðarkall með staðsetningu báts með einni snertingu.

Hún er fánleg bæði með handmíkrófóni og gamaldags símtóli að hætti SAILOR.

Helstu eiginleikar:

  • Mjög sterkbyggð og þolir aðstæður til sjós
  • Tveggja rása vöktun (Dual watch)
  • Notar allar alþjóðlegar VHF rásir
  • Hægt að forrita 60 prívat rásir
  • Fullkomin rásaleitun
  • Öflugur 6W hátalari
  • Fyrirferðarlítil og þægileg í uppsetningu
  • Hægt að endurspila síðustu móttöku
  • Stór skjár með skýrum tölum
  • Kallkerfismöguleiki

Sailor 6222 VHF talstöð með DSC

Vörunúmer: 406222A
Fullkomin VHF talstöð með Class A móttöku, viðurkennd til notkunar í öllum stærri skipum.

SAILOR heldur uppteknum hætti og setur ný viðmið í fjarskiptatækni með hinni nýju og fullkomnu 6222 VHF talstöð.

Hún er hlaðin eiginleikum og getur bæði unnið ein sér og sem hluti af fullkomnu GMDSS kerfi skipa fyrir öll hafsvæði heims.

Hún hefur bjartan og skýran skjá sem getur sýnt upplýsingar í mismunandi litum til þess að vinna sem best við öll birtuskilyrði. Einnig hefur hún gamla góða SAILOR tólið sem alltaf stendur fyrir sínu.

Helstu eiginleikar:

  • Endurspilun síðustu móttöku, nú allt að 240 sekúndur
  • Hágæða skjár, stillanlegur fyrir öll birtuskilyrði
  • Öflugur 6 W hátalari
  • Einföld og skilvirk uppsetning valmynda
  • Stórir og góðir takkar
  • SAILOR tólið sem alltaf stendur fyrir sínu
  • Thranelink netkerfi til tengingar við öll nýrri SAILOR fjarskiptatæki

SAILOR 6248 VHF talstöð

Vörunúmer: 406248A-00500
Vönduð VHF talstöð án DSC möguleika.

Mjög góð talstöð sem er arftaki hinnar geysivinsælu grænu SAILOR RT 2048 sem er nánast í öllum íslenskum skipum.

Þessi stöð hentar vel þar sem kröfur um góða talstöð eru miklar en DSC möguleika er ekki krafist.

Helstu eiginleikar:

  • Mjög góður sendir og móttakari
  • Öflugur 6W hátalari
  • Hágæða tól
  • Einföld og rökrétt notkun
  • Hágæðaskjár sem sést vel á við öll birtuskilyrði
  • SAILOR endurspilun síðustu móttöku, allt að 240 sekúndur
  • Stórir takkar til þæginda við notkun
  • Thranelink til tengingar við stærri kerfi og einföldunar viðhalds

SAILOR SP3520 – Handtalstöð VHF GMDSS

Vörunúmer: SP3520
Lipur og létt handstöð sem er GMDSS samþykkt. Kemur með hleðslurafhlöðu og hleðslutæki auk Lithium neyðarrafhlöðu.

SAILOR SP3520 talstöðinni fylgir:

  • Talstöð og loftnet
  • Beltisklemma og úlnliðsól
  • Li-Ion hleðslurafhlaða og hleðslutæki
  • Spennubreytir fyrri 220 volta spennu
  • Tenging fyrir 12 volta spennu
  • Notendahandbók
  • Lithium rafhlaða fyrir GMDSS notkun

Auðveld í notkun

SAILOR SP3520 er hönnuð með einfaldleika í huga. Hún fer vel í hendi hvort sem menn eru með eða án vettlinga, blautir eða þurrir.  Stórir takkar sem gefa vel til kynna þegar ýtt er á þá gera hana þægilega í notkun við erfiðar aðstæður á sjó. Stór upplýstur  skjárinn er skýr aflestrar jafnvel í myrkri vegna mildrar rauðrar baklýsingarinnar.

Örugg fjarskipti

Örugg og skýr fjarskipti er það sem þú reiknar með – og færð – með öllum SAILOR fjarskiptabúnaði.

Vatnsþétt – IP67

Stöðin er IP67 samþykkt sem þýðir að hún þolir að liggja á ½ metra dýpi í 30 mínútur.

Tengjanleg við fylgihluti

Hægt er að tengja SAILOR SP3520 stöðina við ýmsa fylgihluti frá SAVOX og Peltor.

Rásir í boði

Allar alþjóðlegar rásir, bandarískar og kanadískar rásir eru fánlegar í stöðinni.
 

Aðrir möguleikar:

  • Stjórnanlegur styrkur á baklýsingu skjás
  • Rafhlöðumælir og rafhlöðusparnarstilling
  • Hraðvalshnappur fyrir rásir
  • Takkaborðslás
  • Fjölrásavöktun og leitari

Sailor 6300 millibylgjutalstöð

Vörunúmer: 4063X0A
Sailor System 6000 MF/HF talstöð sem fæst í 150, 250 eða 500 Watta útgáfu.

Hönnuð með öryggi sjófarenda í huga, tryggir SAILOR 6300 millibylgjustöðin samband við land og önnur skip hvar sem er í heiminum. Ætluð fyrir skip sem ferðast um hafsvæði A2 og upp á A4, er SAILOR 6300 líflína fyrir öll skip hvort sem þau eru stór flutningaskip, birgðaskip eða fiskiskip. 

Hönnuð með þarfir notenda í huga býður SAILOR 6300 upp á marga möguleika sveo sem endurspilun á síðustu móttöku, næstu kynslóð Radíótelex og möguleika á mörgum stjórnborðum. Öflugir sendar tryggja hámarks sendiafl á öllum tíðnum.

SAILOR 6300 talstöðin er einföld í notkun og auðveld í uppsetningu sem sparar fé og fyrirhöfn.

Helstu eiginleikar:

  • SAILOR endurspilun 240 sekúndur
  • Skýr og góður skjár
  • Möguleiki á mörgum stjórnborðum
  • Öflugur hátalari
  • Einföld í notkun
  • Örugg í rekstri, lítil bilanatíðni
  • Til í 150W, 250W og 500W útgáfum.

Active Navtex loftnet

Vörunúmer: NAW-333
Móttöku loftnet fyrir JRC Navtex móttakara

JRC NCR-333 Navtex Móttakari

Vörunúmer: NCR-333
JRC 3 tíðna navtexmóttakari með LCD skjá.

NCR-333 NAVTEX er hágæða pappírslaust navtextæki sem hefur skýran 5,7 tommu LCD skjá og er ómissandi öryggistæki um borð í bátum og skipum.

Hægt er að velja 3 mismunandi leturstærðir eftir því hvað þægilegast er fyrir notandann.

Tækið er með 3. tíðna móttöku, 518 khz alþjóðlega tíðni auk 490 khz fyrir móttöku á íslenskum skeytum og hátíðni móttöku á 4209,5 khz.

Hægt er að tengja prentara við tækið ef óskað er eftir því að fáskilaboðin á pappír.