Anschutz PilotStar NX

Hin nýja PilotStar NX sjálfstýring býður upp á afburða stýringu, þökk sé áratuga reynslu Anschuts af sjálfstýringahönnun.

Sérstaða PilotStar NX liggur ekki síst í fjölda eintakra eiginleika og sérstaklega þægilegri notkun með 7” snertiskjá.

Stýringin er með viðurkenningu sem sjálfstýring fyrir öll skip, þar með talin háhraðaskip. Hún notar nýjustu tækni eins og Ethernet samskipti, hefur innbyggða brúarvakt og því auðvelt að tengja inn í ýmis brúarkerfi.

Eiginleikar:

  • Auðveld í notkun með 7” litasnertiskjá og stórum stefnuveljarahnappi
  • Myndræn framsetning á skjá með línuritum af stefnu og styrishreyfingum auk ferils skips auðveldar stillingar á stýringu
  • Forstilltar beygjur einfalda notkun við veiðar
  • Handvirk stjórnun stýris möguleg
  • Uppfyllir kröfur um Ethernet og brúarvöktunarstaðla (IEC 61162-450)

Sjá enskan bækling fyrir PilotStar NX hér

Flokkur: Merkimiði: