EM-TRAK B951, 5W Class B AIS Tæki

EM-trak B951 er Class B AIS tæki sem er með meira sendiafl og  notar SOTDMA aðferðina til að stjórna sendingum.

Þetta gerir það að verkum að það er langdrægara en eldri Class B AIS tæki og minnkar stórlega líkurnar á að sendingar frá því detti út úr vaktkerfi Vaktstöðvar siglinga.

B951 sendir út meira en tvöfalt sterkara merki en standard Class B tæki, auk þess að senda allt að 5 sinnum örar, á SOTDMA sem er sama sendingafyrirkomulag og á Class A tækjum.

Tækið er fyrirferðarlítið og vatnsþétt og hentar því vel við allar aðstæður.

 Helstu eiginleikar:

  • 5W sendiafl
  • SOTDMA sendingar
  • Innbyggt GPS loftnet, hægt að tengja útiloftnet
  • Vatnsþétt, IP 67
  • NMEA 0183 og NMEA 2000

Enskan bækling með nánari tæknilegum upplýsingum um Em-Trak B951 má finna hér:  Em-trak Datasheet_B951

Notkunarhandbókina má finna hér:  B900-Series-manual-EN-v2

Flokkur: Merkimiði: