EM-TRAK B953, 5W Class B AIS Tæki með VHF splitter

EM-trak B953 er Class B AIS tæki sem er með meira sendiafl og  notar SOTDMA aðferðina til að stjórna sendingum.

Þetta gerir það að verkum að það er langdrægara en eldri Class B AIS tæki og minnkar stórlega líkurnar á að sendingar frá því detti út úr vaktkerfi Vaktstöðvar siglinga.

B953 sendir út meira en tvöfalt sterkara merki en standard Class B tæki, auk þess að senda allt að 5 sinnum örar, á SOTDMA sem er sama sendingafyrirkomulag og á Class A tækjum.

Tækið er fyrirferðarlítið og vatnsþétt og hentar því vel við allar aðstæður.

Þar sem tækið hefur innbyggðan splitter fyrir VHF loftnet er hægt að samnýta loftnetið fyrir VHF talstöðina sem kemur sér vel þar sem erfitt er að koma fyrir mörgum loftnetum eða nýjum loftnetskapli fyrir sér AIS sendiloftnet.

 Helstu eiginleikar:

  • 5W sendiafl
  • SOTDMA sendingar
  • Innbyggt GPS loftnet, hægt að tengja útiloftnet
  • Vatnsþétt, IP 67
  • NMEA 0183 og NMEA 2000
  • Innbyggður splitter fyrir VHF loftnet

Enskan bækling með nánari tæknilegum upplýsingum um Em-Trak B951 má finna hér:  Em-trak Datasheet_B953

Notkunarhandbókina má finna hér:  B900-Series-manual-EN-v2

Flokkur: Merkimiði: