Flir AX8 vélarrúms eftirlitsmyndavél

Alger nýjung í vélarrúmseftirliti sem getur mælt hita á stökum punktum og svæðum. Lætur vita ef hiti fer upp eða niður fyrir ákveðin stillanleg mörk.

Byltingarkennd nýjung í vélarrúmseftirliti.

Auk þess að vinna sem hefðbundin myndavél sem sýnir skýra mynd af því sem er í gangi í vélarrúminu vinnur vélin einnig sem hitamyndavél.

Hægt er að stilla inn 6 mælipunkta í myndinni og láta myndavélina mæla með mikilli nákvæmni hitann í hverjum fyrir sig eða hitamun milli tveggja punkta.

Ef hitinn fer yfir eða undir valin gildi gefur myndavélin aðvörun þannig að hægt er að grípa til aðgerða áður en brunar eða önnur slys verða.

Flokkur: Merkimiðar: ,