Koden CVS-128B Breiðbands dýptarmælir

Nettur 2 tíðna 2 Kw.  dýptarmælir með 8,4″ litaskjá fyrir litla báta.

Mjög öflugur breiðbandsmælir sem auðvelt er að koma fyrir í litlum stýrishúsum. Breiðbandstæknin tryggir að hægt er að velja þá tíðni sem best hentar þeim veiðum sem verið er að stunda. Einnig er hægt að hliðra til tíðni til að forðast truflanir frá öðrum dýptarmælum á sömu tíðni.

Helstu eiginleikar:

 • Stafræn myndvinnsla,8,4″ litaskjár 640×480 punkta upplausn
 • Tveggja tíðna 24 – 210 kHz
 • Sendiafl 2 kílówött
 • Hægt að velja um 64 liti á lóðningum
 • Forritanlegir skalar
 • Hægt að sýna tvær tíðnir samtímis á skjá
 • Einföld ‘Plotter’ virkni
 • Fisk, botn, hraða, komu, hita, og XTE aðvaranir
 • Hægt að vista allt að 10 skjámyndir í minni
 • Útgangur fyrir aukaskjá
 • Vinnu spenna frá  10.8 V til 31.2 V DC

Eiginleikar

 

Helstu eiginleikar Stækkun, Auto, Fisksjá, Fjöldi lita: 64, 16, 8 litir, Vista mynd, Veiðistaðir
Skalar 2.5 til 1200 Metrar/ Faðmar
10 til 3600 Fet
Sendiafl (RMS) 2 Kw.
Tíðni Tvær á bilinu 24 – 210 kHz, í 0,1 kHz þrepum
Vatnsþéttni IPX5
Mál 263(H) x 274(W) x 133(D) mm
Þyngd 3,2 kg
Vinnuspenna 10.8 to 31.2 VDC
Flokkur: Merkimiði: