Lars Thrane LT-3100S Iridium sími fyrir GMDSS

LT-3100S Iridium GMDSS síminn frá Lars Thrane A/S er fyrsti síminn sem vinnur með hinni nýju Iridium GMDSS þjónustu.  Auk þess að bjóða upp á neyðarboðasendingu og móttöku öryggisupplýsinga fyrir sjófarendur gefur hann kost á talsambandi, SMS skilaboðum og gagnatengingu, allt í einu fyrirferðarlitlu tæki.

TLT-3100S GMDSS síminn er hannaður til að uppfylla ýtrustu kröfur til GMDSS búnaðar og getur komið í stað eða til viðbótar Inmarsat C/mini-C tækjum og vinnur hvar sem er á jörðinni, þar með talin heimskautasvæðin. Kerfið samanstendur af stjónborði, símtóli og loftneti. Einungis einn kapall tengir stjórnborð og loftnet og getur lengd hans verið allt að 500 metrar.

LT-3100S síminn er ekki einungis GMDSS búnaður, hann er einnig fullkominn gervihnattafjarskiptabúnaður sem gefur kost á talsambandi, SMS skeytasendingum og gagnatengingu.  Hagstætt verð á áskriftum gerir þennan síma að hagstæðri lausn fyrir skip sem þurfa örugg fjarskipti, alltaf.

Helstu eiginleikar:

  • 100%  GMDSS þjónustusvæði(Hafsvæði A1 to A4)
  • Neyðarkall með talsambandi
  • Öryggistilkynningar sjófarenda (MSI)
  • Ferilvöktun skipa (LRIT)
  • Skipaöryggis kerfi (SSAS, með aukabúnaði)
  • Stór 4.3″ TFT skjár á stjórnborði
  • Vinnuhitasvið frá  -40⁰C to +55⁰C (-40⁰F to +131⁰F)
Flokkur: Merkimiði: