Raymarine Evolution sjálfstýringar

Sjálfstýringar fyrir minni báta sem hafa frábæra stýringareiginleika á hagstæðu verði

Raymarine Evolution eru  vandaðar sjálfstýringar sem henta vel til notkunar í handfærabáta og aðra notkun þar sem ekki er krafist fullkomins útistýris.

Stýriseiginleikarnir eru mjög góðir, jafnvel án GPS kompáss þar sem hún hefur innbyggðan rafeindagírónema í stjórntölvuna.

Einnig vinnur hún mjög vel með Raymarine C og E línu tækjunum og siglir leiðir og í staka punkta sem hægt er að stjórna beint frá þeim tækjum.

 Stýringarnar eru í grunninn settar saman úr 4 einingum.

  • Stjórntölvu/ kompás
  • Stjórnborði
  • Mótordrifeiningu
  • Stýrisdælu

Þessar einingar eru mismunandi eftir stærð og eiginleikum báta og þarf að velja saman eftir bát og fyrirhugaðri notkun

Raymarine býður upp á fjölbreytt úrval eininga sem hægt er byggja upp kerfi úr sem henta öllum bátum og stýrisbúnaði.

Einnig er oft hægt að fá samsett kerfi með dælu og öllu sem þarf fyrir mjög hagstætt verð.

Flokkur: Merkimiði: