Anschutz NP60 sjálfstýring

Vönduð sjálfstýring fyrir fiskiskip að 60 metra lengd.

Hin fjölhæfa NP60 sjálfstýring  býður upp á mikla nákvæmni við að halda stefnu og fylgja leiðum, auk þess að hafa sveigjanleika til þess að uppfylla þarfir notenda.

Frábærir stýriseiginleikar tryggja örugga siglingu við allar aðstæður.

Sjálfvirk aðlögun að skipshraða og ytri aðstæðum sjá til þess að hreyfingar stýris séu í lágmarki og minnka þannig olíueyðslu og slit á stýrisbúnaði.

Eiginleikar:

  • Aðlagar sig að hraðabreytingum
  • 2 sett af stillingu til mismunandi nota (Sigling/ Veiðar)
  • handvirk stjórnun
  • NMEA inngangur frá siglingatölvum
  • Einföld í notkun með skýrum skjá
  • Viðurkennd fyrir háhraðaskip.

Sjá enskan bækling fyrir Anschutz NP60 sjálfstýringu hér

Flokkur: Merkimiði: