Jotron Tron60 neyðarbauja
Tron 60AIS baujan sendir neyðarboð með staðsetningu í neyðartilvikum á sjó.
Tron 60AIS er með bæði venjulegt LED ljós og innrautt ljós (IR LED). Innrauða ljósið eykur sýnileika í hitamyndavélum og stóreykur skilvirkni við leit í myrkri.
Tron 60AIS nýtir Galileo Return Link kerfið, sem sendir staðfestingu um að neyðarkall hafi verið móttekið aftur í baujuna. Þetta gerir það að verkum að notandi baujunnar veit að neeyðarkallið hefur verið móttekið og björgunarstarf er komið í gang.
Þessi neyðarbauja hefur verið prófuð og staðist ströngustu gæðakröfur í samræmi við alþjóðlegan staðal, IEC 61097-2 Útg.4 (apríl 2021).
Eiginleikar
- Samþykkt í samræmi við nýjasta EPIRB staðalinn.
- AIS staðsetningartækni.
- RLS tækni í gegnum Galileo GNSS, sem staðfestir móttöku neyðarboða.
- Innrautt LED ljós fyrir nætursjón og aukinn sýnileika við leit í myrkri.
Sjá nánari upplýsingar á vefsíðu framleiðenda – hér