AIS

EM-TRAK B100 Class B AIS tæki

Vörunúmer: EM B100
Vandað AIS tæki sem hentar í alla báta undir 15 metrum að mestu lengd. Lítið og nett, auðvelt í uppsetningu og styður bæði NMEA 0183 og NMEA 2000 gagnatengingastaðlana.

JHS-183 Class A AIS tæki

Vörunúmer: JHS-183
Mjög vandað AIS tæki sem er einstaklega langdrægt eins og forveri þess JHS-182.

JHS-183 tækið er einfalt í notkun og uppsetningu og hefur val um lit á baklýsingu sem hentar vel til notkunar í myrkri og dagsbirtu.

Sendir og móttakari þess er staðsettur uppi í loftnetinu sem kemur í veg fyrir deyfingu á merki í köplum og tryggir hámarks langdrægi.

Tækið þekkir AIS neyðarsenda og tryggir að merki frá þeim færist alltaf efst í listann yfir sýnileg merki.

EM-TRAK A200, Class A AIS tæki

Vörunúmer: EM A200

Fullkomlega viðurkenndur Class A AIS með björtum háupplausnar litaskjá sem sést vel á við öll birtuskilyrði.

Tækið er vatnshelst þannig að hægt era ð setja það upp hvar sem er, innan dyra eða utan. Stórir takkar tryggja að einfalt er að nota það við allar aðstæður.  

A200 hefur alla tengimöguleika, NMEA0183, NMEA2000 innbyggt  WiFi þýðir að það er hægt að tengjast öllum kerfum sem geta nýtt AIS upplýsingar.

A200 er fullkomið  Class A tæki fyrir atvinnubáta og skip sem þurfa traust og áreiðanlegt AIS tæki með miklum möguleikum.

 Helstu eiginleikar:

    • 12,5W sendiafl
    • Vinnur öll AIS merki og skilaboð
    • Hefur allar viðurkenningar, svo sem IMO og Solas
    • Vatnsþétt IP 67
    • Litaskjár með sjókortamöguleika
    • Allir tengimöguleikar, NMEA 0183, NMEA 2000 og WiFi
    • Fullkomin AIS vinnsla, AIS skilaboð, MOB og SART vöktun, AtoN, og veður/ umhverfisvöktun.

EM-TRAK B350, Class B AIS Tæki

Vörunúmer: EM B350

EM-trak B350 er Class B AIS tæki sem er með meira sendiafl og  notar SOTDMA aðferðina til að stjórna sendingum.

Þetta gerir það að verkum að það er langdrægara en eldri Class B AIS tæki og minnkar stórlega líkurnar á að sendingar frá því detti út úr vaktkerfi Vaktstöðvar siglinga.

B350 sendir út meira en tvöfalt sterkara merki en standard Class B tæki, auk þess að senda allt að 5 sinnum örar, á SOTDMA sem er sama sendingafyrirkomulag og á Class A tækjum.

Tækið er fyrirferðarlítið og vatnsþétt og hentar því vel við allar aðstæður.

 Helstu eiginleikar:

    • 5W sendiafl
    • SOTDMA sendingar
    • Innbyggt GPS loftnet, hægt að tengja útiloftnet
    • Vatnsþétt, IP 67
    • NMEA 0183 og NMEA 2000

EM-TRAK I100 – AIS sendir fyrir slöngubáta ofl.

Vörunúmer: EM I100

EM-trak I100 Identifier er AIS Cass B tæki sem er byggt inn í vatnsþétt hús og ætlað til notkunar í bátum sem hafa lítið eða ekkert rafkerfi. 

EM-trak AIS I100 Identifier hefur bæði GPS og VHF loftnet byggð inn í hús sem er vatnsþétt upp á IP 68. Einnig er í húsinu hleðslurafhlaða sem getur haldið tækinu gangandi í allt að viku tíma milli hleðsla. 

Tækið kemur sem fullkomið sett, með festingum og hleðslutæki.

WESMAR

Wesmar hefur framleitt sónartæki í yfir 30 ár. Sónartækin frá þeim hafa reynst sérstaklega vel í snurvoðarbátum hér við land og skilað notendum miklum ávinningi. Nýlega setti Wesmar á markað nýja gerð slíks tækis  sem er mjög fyrirferðarlítið og á mjög hagstæðu verði sem gerir fleirum en áður kleift að nýta sér þá möguleika sem sónartæki bjóða upp á umfram hefðbundna dýptarmæla.

Wesmar framleiðir einnig höfuðlínusónartæki, og hefur náð umtalsverðri markaðshlutdeild á þeim 12 árum sem þeir hafa verið með í þeirri samkeppni. Stór hluti íslenska fjölveiðiskipaflotans er búinn þessum höfuðlínusónar og hefur hann reynst vel og komið með fjölda nýjunga inn í þessa tegund tækja.

Wesmar HD825 sónartæki

Vörunúmer: HD825
Sónar sem hentar til notkunar við flestar fiskveiðar. Sérstaklega hentugur við Makrílveiðar á litlum og meðalstórum bátum.

Nýr sónar sem er sérhannaður fyrir fiskveiðar með sérstaka áherslu á einfalda notkun.

Lyklaborð með tökkum fyrir allar aðgerðir sem skipta mestu máli þannig að hægt sé að hafa hugann við veiðarnar en ekki flettingar í valmyndum.

Eiginleikar:

  • Mjög einfalt stjórnborð með öllum helsu aðgerðum
  • Stafæn vinnsla á myndmerki til þess að lágmarka truflana áhrif
  • Mjög þröngur sendigeisli sem minnkar yfirborðstruflanir
  • True Gravity veltuleiðrétting
  • Mjög fyrirferðarlítill hífibúnaður fyrir minni báta
  • Skjáuppsetningar fyrir allar helstu fiskveiðar

Wesmar TCS785/385 Höfuðlínusónarkerfi

Vörunúmer: 10.00780.0
Höfuðlínusónar með einum höfuðlínusendi

Ný útgáfa af hinu vinsæla höfuðlínusónarkerfi frá Wesmar (áður TCS 770 og 780).

Fáanlegur með tveimur mismunandi höfuðlínustykkjum, 785 sem er eins og eldri stykkin og er með framgeisla, trollskönnun og niðurgeisla og 385 sem er án framgeislans og einungis 12 kíló á þyngd.

Wesmar TCS785 höfuðlínusendir 180 kHz

Vörunúmer: 64.00785.0
Höfuðlínustykki með 180 khz sneiðmynd og 110 khz fram og niðurgeisla.

Vinnudýpi:

Allt að 1.800 metrum
Tíðni: Framleitun 110kHz, niður 110 kHz og trollskönnun 180kHz
Hallaleiðrétting: 30°
Aflanemar: Allt að 6 nemar
Dýpisnemi: Metrar, faðmar og fet
Þyngd: 29,5 kg. þurr, 9,5 kg í sjó

Wesmar TCS385 höfuðlínusendir 180 kHz

Vörunúmer: 64.00385.0
Höfuðlínustykki með 180 khz sneiðmynd og 110 khz niðurgeisla.
Vinnudýpi: Allt að 1.000 metrum
Tíðni: Niður 110 kHz og trollskönnun 180kHz
Hallaleiðrétting: 30°
Aflanemar: Allt að 6 nemar
Dýpisnemi: Metrar, faðmar og fet
Þyngd: 12 kg. þurr, 4,5 kg í sjó

WASSP

ENL er framleiðandi WASSP þrívíddardýptarmælisins sem er mesta bylting í dýptarmælatækni sem komið hefur fram í fjölda ára. WASSP mælirinn hefur þann eiginleika að geta séð miklu stærra svæði undir bátnum en aðrir mælar auk þess að geta kortlagt botninn bæði í tvívídd og þrívídd auk þess að staðsetja fisk og kortleggja botnhörku.

WASSP F3i Fjölgeisladýptarmælir

Vörunúmer: WASSP F3i
Fjölnota fiskileitar og botngreiningartæki.

Byltingarkenndur dýptarmælir sem sendir 120 gráðu leitargeira sem byggður er upp af 112 geislum þvert á bátinn. Hann getur sýnt fisk talsvert til hliðar við bátinn og hefur innbyggða hörkugreiningu.  Upplýsingunum sem þetta gefur safnar hann í gagnagrunn og getur byggt upp nákvæma þríviddarmynd af botninum og teiknað upp botnhörkukort á broti þess tíma sem það tekur hefðbundinn dýptarmæli að safna þessum gögnum. 

SEIWA

Seiwa plotterarnir eru til í mörgum stærðum og bjóða upp á mikla möguleika í uppsetningu og tengingum.  Sem dæmi má nefna að sem grunneining eru þeir einungis kortaplotter. Með því að tengja við tækið dýparmæliseiningu og botnstykki verður það fullgildur dýptarmælir. Á sama hátt er hægt að bæta við það ratsjá, myndavélum eða jafnvel sjónvarpsmóttakara eða DVD spilara. Verðið á þesum búnaði er mjög gott miðað við aðra framleiðendur í þessum tækjaflokki.

SEIWA GPS Móttakari

Vörunúmer: GPL
GPS loftnet með innb. móttakara NMEA183
Seiwa 12- rása GPS/EGNOS móttakari (EGNOS – Evrópska leiðréttingarkerfið)

  • Tekur við EGNOS merkjum sem eykur staðsetningarnákvæmni verulega
  • Staðsetningarnákvæmni meiri en 3 metrar og hraðafrávik minni en 0,3 km/h
  • 15m hvítur kapall fylgir.
  • Vinnuspenna 10-35 Volt DC 2,5 Wött
  • Þyngd 160 g

SEATEL

Seatel er brautryðjandi í veltuleiðréttum gerfihnattamóttökudiskum fyrir skip. Þeir eru enn í fararbroddi og eru nær einráðir á íslenskum markaði fyrir þessa tegund búnaðar. Sónar hefur verið umboðsaðili fyrir Seatel síðan sumarið 2008.

Sea Tel 100 TV sjónvarpskúla 

Sea Tel 100 TV kúlan hefur 101 cm. disk inni í kúlu sem er 136 cm. í þvermál. Kúlan er sérhönnuð til að lágmarka deyfingu sjónvarpsmerkis og hámarka móttökunæmni kerfisins.

Sea Tel 100 TV er miðstærðin af SeaTel sjónvarpskúlunum og hentar vel flestum skipum við Ísland, en einnig eru til 80 og 120 cm. útgáfur af þessari vönduðu kúlu.

Þessi nýja kynslóð af Sea Tel sjónvarpskúlum nýta háþróaða tækni sem gera þeim kleift að taka á móti sjónvarpsmerki hvar sem er í heiminum á þess að þurfa að skipta um móttökunemann eins og þarf í öðrum gerðum.

Auðvelt er að skipta eldri Seatel kerfum út fyrir þau nýrri þar sem allar festingar passa beint á milli kynslóða.