Sailor 7222 VHF talstöð með DSC

Fullkomin VHF talstöð með Class A móttöku, viðurkennd til notkunar í öllum stærri skipum.

SAILOR heldur uppteknum hætti og setur ný viðmið í fjarskiptatækni með hinni nýju og fullkomnu 7222 VHF talstöð.

Talstöðin er hlaðin eiginleikum og getur bæði unnið ein sér og sem hluti af fullkomnu GMDSS kerfi skipa fyrir öll hafsvæði heims.

Hún hefur bjartan og skýran skjá sem getur sýnt upplýsingar í mismunandi litum til þess að vinna sem best við öll birtuskilyrði. Einnig hefur hún gamla góða SAILOR tólið sem alltaf stendur fyrir sínu.

Helstu eiginleikar:

  • Endurspilun síðustu móttöku, nú allt að 480 sekúndur
  • Hágæða 5,5″ lita snertiskjár, stillanlegur fyrir öll birtuskilyrði
  • Öflugur 6 W hátalari
  • Einföld og skilvirk uppsetning valmynda
  • Stórir og góðir takkar
  • SAILOR tólið sem alltaf stendur fyrir sínu
  • Thranelink netkerfi til tengingar við öll nýrri SAILOR fjarskiptatæki.
Flokkur: Merkimiði: