AG Neovo QX línan af skjám

Skjáirnir í AG Neovo QX línunni eru mjög sterk byggðir úr málmi með 4K Ultra HD upplausn og hertu öryggisgleri yfir skjáfletinum sem gerir þá að einhverjum öflugustu skjám sem völ er á til notkunar um borð í skipum og bátum.

Þeir eru byggðir til að vera í stöðugri notkun 24 tíma á sólarhring, 7 daga vikunnar, ólíkt hefðbundnum skjáum sem ætlaðir eru til skrifstofunotkunar og einungis ætlaðir til 12-16 tíma notkunar í senn. Hægt er að fjarstýra birtu þeirra og stilla alla í einu ef þeir eru settir upp í skjáveggjauppsetningum, til mikilla þæginda fyrir skipstjórnendur.

Einnig er hægt að skipta þeim upp í 4 hluta og taka mismunandi skjámerki inn á hvern hluta og vinna þeir þá eins og 4 Full HD skjáir. Ennfremur er þá hægt að setja hverja mynd á allan skjáinn og bæta minni mynd frá öðrum inngangi inná hana (mynd í mynd)

Þeir hafa öll hefðbundin inngangstengi fyrir tölvuskjái, en að auki sérstök tengi fyrir merki frá öryggismyndavélum sem gerir þá sérstaklega hentuga fyrir notkun í öryggismyndavélakerfum og gerir myndbreyta yfir í hefðbundin tölvuskjátengi óþarfa.

Þetta kemur í veg fyrir tap á myndgæðum í slíkum breytum og minnkar töf á myndmerki sem verður við allar merkjabreytingar.

  QX-32 QX-43 QX-55
Skjáeiginleikar      
Gerð baklýsingar LED LED LED
Skjástærð 32″ 43,5″ 54,6″
Hámarksupplausn UHD 3840×2160 UHD 3840×2160 UHD 3840×2160
Punktastærð 0,185 mm 0,245 mm 0,315 mm
Birta 350 cd/m² 500 cd/m² 450 cd/m²
Skerpa 20,000,000:1 (DCR) 20,000,000:1 (DCR) 20,000,000:1 (DCR)
Áhorfshorn 178°/178° 178°/178° 178°/178°
Litafjöldi 1,07 B 16,7 milljón 1,07 B
Viðbragðstími 5 ms. 5 ms. 5 ms.
Inngangar      
Display Port 1,2×1 1,2×1 1,2×1
HDMI 2.0x 1 2.0x 1 2.0x 1
DVI 24-Pin DVI-D 24-Pin DVI-D 24-Pin DVI-D
VGA 15-Pin D-Sub x 1 15-Pin D-Sub x 1 15-Pin D-Sub x 1
Útgangar      
Composite video BNC x 2 BNC x 2  
Ytri stjórnun      
RS232 In 9-Pin D-Sub 9-Pin D-Sub 9-Pin D-Sub
LAN RJ45 x 1 RJ45 x 1 RJ45 x 1
Aðrar tengingar      
USB 2.0 x 1 (Service Port) 2.0 x 1 (Service Port)  
Hljóð      
Hljóðtengi inn 3,5 mm. stereo 3,5 mm. stereo 3,5 mm. stereo
Hátalarar 10Wx2 10Wx2 10Wx2
Aflþörf      
Spennugjafi AC 100-240V, 50/60 Hz AC 100-240V, 50/60 Hz AC 100-240V, 50/60 Hz
Í notkun 55W 113W 126W
Standby < 0,5W < 0,5W < 0,5W
Off < 0,5W < 0,5W < 0,5W
Stærð og þyngd      
Mál án fótar 771.0 x 461.0 x 77.0 mm  1002.5 x 589.6 x 87.0 mm  1271.0 x 742.0 x 87.0 mm
Stærð umbúða 860.0 x 555.0 x 150.0 mm 1135.0 x 688.0 x 185.0 mm 1430.0 x 830.0 x 185.0 mm 
Þyngd án fótar 15,7 kg 27,1 kg 39,1 kg
Þyngd með umbúðum 19,0 kg 31,9 kg 47,2 kg
       

 

Flokkur: Merkimiði: