AG Neovo SX línan af skjám

AG Neovo SX línan er byggð á X línunni sem hefur verið í notkun í íslenskum fiskiskipum  í yfir 20 ár og hefur sannað sig svo um munar.

Hús skjánna er að öllu leiti úr málmi og hert öryggisgler framan á þeim. Þeir eru byggðir til að vera í stöðugri notkun 24 tíma á sólarhring, 7 daga vikunnar, ólíkt hefðbundnum skjáum sem ætlaðir eru til skrifstofunotkunar og einungis ætlaðir til 12-16 tíma notkunar í senn.

Þeir hafa öll hefðbundin inngangstengi fyrir tölvuskjái, en að auki sérstök tengi fyrir merki frá öryggismyndavélum sem gerir þá sérstaklega hentuga fyrir notkun í öryggismyndavélakerfum og gerir myndbreyta yfir í hefðbundin tölvuskjátengi óþarfa.

Þetta kemur í veg fyrir tap á myndgæðum í slíkum breytum og minnkar töf á myndmerki sem verður við allar merkjabreytingar.

  SX-15G SX-17G SX-19G
Skjáeiginleikar      
Gerð baklýsingar LED LED LED
Skjástærð 15″ 17″ 19″
Hámarksupplausn XGA 1024×768 SXGA 1280×1024 SXGA 1280×1024
Punktastærð 0,297 mm 0,264 mm 0,294 mm
Birta 300 cd/m² 250 cd/m² 250 cd/m²
Skerpa 20,000,000:1 (DCR) 20,000,000:1 (DCR) 20,000,000:1 (DCR)
Áhorfshorn 76°/176° 170°/160° 170°/160°
Litafjöldi 16,2 milljón 16,7 milljón 16,7 milljón
Viðbragðstími 5 ms. 3 ms. 3 ms.
Inngangar      
Display Port x1 x1 x1
HDMI 1.4 x 1 1.4 x 1 1.4 x 1
DVI 24-Pin DVI-D 24-Pin DVI-D 24-Pin DVI-D
VGA 15-Pin D-Sub x 1 15-Pin D-Sub x 1 15-Pin D-Sub x 1
Composite Video BNC x 2 BNC x 2 BNC x 2
S-Video 4-Pin mini DIN x 1 4-Pin mini DIN x 1 4-Pin mini DIN x 1
Útgangar      
Composite video BNC x 2 BNC x 2 BNC x 2
Ytri stjórnun      
RS232 In 2.5 mm Phone Jack 2.5 mm Phone Jack 2.5 mm Phone Jack
Aðrar tengingar      
USB 2.0 x 1 (Service Port) 2.0 x 1 (Service Port) 2.0 x 1 (Service Port)
Hljóð      
Hljóðtengi inn 3,5 mm. stereo 3,5 mm. stereo 3,5 mm. stereo
Hljóðtengi út Stereo Audio Jack (RCA) Stereo Audio Jack (RCA) Stereo Audio Jack (RCA)
Hátalarar 2Wx2 2Wx2 2Wx2
Aflþörf      
Spennugjafi Utanáliggjandi 220VAC/12VDC    
Í notkun 15W 17W 16W
Standby < 0,5W < 0,5W < 0,5W
Off < 0,5W < 0,5W < 0,5W
Stærð og þyngd      
Mál með fæti  BxHxD 380.0 x 359.0 x 155.0 mm 409.4 x 398.2 x 175.0 mm 445.4 x 420.2 x 175.0 mm
Mál án fótar 380.0 x 315.0 x 53.5 mm 409.4 x 361.9 x 64.5 mm 445.4 x 383.9 x 64.5 mm
Stærð umbúða 470.0 x 460.0 x 199.0 mm 506.0 x 506.0 x 225.0 mm 552.0 x 526.0 x 225.0 mm
Þyngd með fæti 4,8 kg 6,1 kg 6,9 kg
Þyngd án fótar 4,4 kg 5,3 kg 6,1 kg
Þyngd með umbúðum 6,8 kg 7,3 kg 8,6 kg
       
Flokkur: Merkimiði: