Flir M300 myndavéla línan

Flir M300 myndavélalínan setur ný viðmið í myndavélatækni fyrir skip og eykur öryggi í siglingum svo um munar. Með því að bæta veltuleiðréttingu við framúrskarandi myndgæði, bæði á hitamynd og sýnilegri mynd tekur hún afgerandi forystu á þessu sviði.

M300 myndavélarnar eru til sem hefðbundnar ofurljósnæmar vélar með gríðarmiklum aðdrætti, hágæða hitamyndavélar og tvöfaldar vélar sem sameina eiginleika beggja myndavélagerðanna.

Hún er mótorstýrð og hægt að snúa henni í 360° og halla henni í hvaða gráðu sem er.

Upplausn hitamyndavélarinnar er allt að 640*480 punktar sem gefur skýra mynd af bátum, siglingamerkjum og hindrunum á siglingaleið hvort sem er í svarta myrkri eða á móti blindandi sól.

Upplausn hefðbundnu myndavélarinnar er 1080p eða full HD, með 30X aðdrætti og ljósnæmi upp á 0,1 lux

Sé hún tengd inn á Raymarine fjölnotaplotter, nýtir hann hina einstöku Clear cruise tækni til að greina sjálfvirkt hluti í umhverfinu og sýna á skýran hátt hvar þeir eru.

Einnig er hægt að tengja hana við og stýra frá helstu siglingaforritum svo sem Maxsea Timezero.

Gerð M300C M332 M364 M364C M364C LR
Hitamyndarnemi Ekki til staðar
Einungis sýnilegt ljós
Boson 320 Boson 640 Boson 640 Boson 640
Hefðbundin myndavél Ljósnæm háupplausn
30x stækkun
Ekki til staðar Ekki til staðar Ljósnæm háupplausn
30x stækkun
Ljósnæm háupplausn
30x stækkun
Sjónsvið Breytilegt 24° 24° 24° 18°
FLIR hitamynd í lit (CTV) Nei Nei Nei
FLIR MSX® Nei Nei Nei
Raymarine Axiom ClearCruise™
Augmented Reality

Sjá nánari upplýsingar um Flir M300 myndavéla línan á vefsíðu framleiðenda – hér

Flokkur: Merkimiðar: ,