SCAN-ANTENNA

Fjarskiptatæki

SAILOR 150 Fleet Broadband

Vörunúmer: 403742A
Fleet Broadband gervihnattafjarskiptakerfi fyrir tal og Internettengingu.

SAILOR 150 Fleet Broadband kerfið er fyrirferðarlítið kerfi sem býður upp á bæði síma og  Internet tengingu. Kerfið er einfalt í uppsetningu og þarf einungis einn kapal á milli móðurstöðvar og loftnets.

Kerfið hentar vel í allar gerðir minni báta sem aðallausn fyrir internet og í stærri skip sem varaleið fyrir V-Sat kerfi

Helstu eiginleikar:

  • Hagstætt verð
  • Sími og gagnaflutningur samtímis
  • 150 Kbits á sek gagna hraði
  • IP tenging fyrir Internet og tölvupóst
  • LAN tengi fyrir staðarnet
  • IP síma tengi og símtól.

Sailor 6150 Mini-C

Vörunúmer: 406150A-00500
Sailor Mini-C tæki með neyðarhnappi fyrir skip sem ekki þurfa GMDSS samþykkt Mini -C tæki.

SAILOR 6150 Mini-C tækið er sérstaklega ætlað til þess að sinna sjálfvirkri tilkynningarskyldu skipa sem eru utan drægis strandstöðva.

það getur einnig sinnt fjarskiptum svo sem telex og tölvupóstsendingum og móttöku.

SAILOR Mini-C tæki eru vinsælustu tækin í sínum flokki í íslenskum skipum vegna einfaldleika í notkun og rekstraröryggis. 

Helstu eiginleikar:

  • Einfalt í uppsetningu, sendir, móttakari og loftnet sambyggð.
  • Sjálfvirk tilkynningarskylda, fjarstýrð frá vaktstöð siglinga
  • Telex fjarskipti
  • Sending og móttaka tölvupósts
  • Neyðarhnappur sem sendir staðsetningu og nafn skips í neyð
  • Innbyggður 50 rása GPS

SAILOR 6110 Mini-C GMDSS

Vörunúmer: 406110A-00500
SAILOR GMDSS approved Mini-C tæki með SAILOR 6006 snertiskjá terminal.

Nýtt og öflugt Inmarsat Mini-C tæki með  snertiskjá. þetta tæki er mjög einfalt í notkun og býður upp á sendingar á Telex skeytum, tölvupósti og staðsetningartilkynningum.

Snertiskjárinn er fyrirferðarlítill  og þægilegur í uppsetningu og getur að sjálfsögðu tengst öðrum fjarskiptabúnaði skipsins um Thranelink netkerfið.

Helstu eiginleikar:

  • Fyrsta snertiskjástýrða Inmarsat C tæki í heimi
  • Valmyndir með einföldum táknmyndum
  • Sést vel á tækið á nóttu sem degi
  • Ferileftirlit og skilaboðasendingar um allan heim
  • LRIT möguleiki
  • SSAS möguleiki
  • Enn rekstaröruggara en fyrr

Sailor 6215 VHF talstöð

Vörunúmer: 406215A
Sterkbyggð og vatnsþétt talstöð með Class D DSC og neyðarhnappi.

SAILOR 6215 talstöðin er öflug stöð sem ætluð er til notkunar í atvinnu og fiskibátum þar sem þörf er á hágæða fjarskiptabúnaði.

Hún er með Class D DSC móttöku og neyðarhnappi sem getur sent út neyðarkall með staðsetningu báts með einni snertingu.

Hún er fánleg bæði með handmíkrófóni og gamaldags símtóli að hætti SAILOR.

Helstu eiginleikar:

  • Mjög sterkbyggð og þolir aðstæður til sjós
  • Tveggja rása vöktun (Dual watch)
  • Notar allar alþjóðlegar VHF rásir
  • Hægt að forrita 60 prívat rásir
  • Fullkomin rásaleitun
  • Öflugur 6W hátalari
  • Fyrirferðarlítil og þægileg í uppsetningu
  • Hægt að endurspila síðustu móttöku
  • Stór skjár með skýrum tölum
  • Kallkerfismöguleiki

Sailor 6222 VHF talstöð með DSC

Vörunúmer: 406222A
Fullkomin VHF talstöð með Class A móttöku, viðurkennd til notkunar í öllum stærri skipum.

SAILOR heldur uppteknum hætti og setur ný viðmið í fjarskiptatækni með hinni nýju og fullkomnu 6222 VHF talstöð.

Hún er hlaðin eiginleikum og getur bæði unnið ein sér og sem hluti af fullkomnu GMDSS kerfi skipa fyrir öll hafsvæði heims.

Hún hefur bjartan og skýran skjá sem getur sýnt upplýsingar í mismunandi litum til þess að vinna sem best við öll birtuskilyrði. Einnig hefur hún gamla góða SAILOR tólið sem alltaf stendur fyrir sínu.

Helstu eiginleikar:

  • Endurspilun síðustu móttöku, nú allt að 240 sekúndur
  • Hágæða skjár, stillanlegur fyrir öll birtuskilyrði
  • Öflugur 6 W hátalari
  • Einföld og skilvirk uppsetning valmynda
  • Stórir og góðir takkar
  • SAILOR tólið sem alltaf stendur fyrir sínu
  • Thranelink netkerfi til tengingar við öll nýrri SAILOR fjarskiptatæki

SAILOR 6248 VHF talstöð

Vörunúmer: 406248A-00500
Vönduð VHF talstöð án DSC möguleika.

Mjög góð talstöð sem er arftaki hinnar geysivinsælu grænu SAILOR RT 2048 sem er nánast í öllum íslenskum skipum.

Þessi stöð hentar vel þar sem kröfur um góða talstöð eru miklar en DSC möguleika er ekki krafist.

Helstu eiginleikar:

  • Mjög góður sendir og móttakari
  • Öflugur 6W hátalari
  • Hágæða tól
  • Einföld og rökrétt notkun
  • Hágæðaskjár sem sést vel á við öll birtuskilyrði
  • SAILOR endurspilun síðustu móttöku, allt að 240 sekúndur
  • Stórir takkar til þæginda við notkun
  • Thranelink til tengingar við stærri kerfi og einföldunar viðhalds

SAILOR SP3520 – Handtalstöð VHF GMDSS

Vörunúmer: SP3520
Lipur og létt handstöð sem er GMDSS samþykkt. Kemur með hleðslurafhlöðu og hleðslutæki auk Lithium neyðarrafhlöðu.

SAILOR SP3520 talstöðinni fylgir:

  • Talstöð og loftnet
  • Beltisklemma og úlnliðsól
  • Li-Ion hleðslurafhlaða og hleðslutæki
  • Spennubreytir fyrri 220 volta spennu
  • Tenging fyrir 12 volta spennu
  • Notendahandbók
  • Lithium rafhlaða fyrir GMDSS notkun

Auðveld í notkun

SAILOR SP3520 er hönnuð með einfaldleika í huga. Hún fer vel í hendi hvort sem menn eru með eða án vettlinga, blautir eða þurrir.  Stórir takkar sem gefa vel til kynna þegar ýtt er á þá gera hana þægilega í notkun við erfiðar aðstæður á sjó. Stór upplýstur  skjárinn er skýr aflestrar jafnvel í myrkri vegna mildrar rauðrar baklýsingarinnar.

Örugg fjarskipti

Örugg og skýr fjarskipti er það sem þú reiknar með – og færð – með öllum SAILOR fjarskiptabúnaði.

Vatnsþétt – IP67

Stöðin er IP67 samþykkt sem þýðir að hún þolir að liggja á ½ metra dýpi í 30 mínútur.

Tengjanleg við fylgihluti

Hægt er að tengja SAILOR SP3520 stöðina við ýmsa fylgihluti frá SAVOX og Peltor.

Rásir í boði

Allar alþjóðlegar rásir, bandarískar og kanadískar rásir eru fánlegar í stöðinni.
 

Aðrir möguleikar:

  • Stjórnanlegur styrkur á baklýsingu skjás
  • Rafhlöðumælir og rafhlöðusparnarstilling
  • Hraðvalshnappur fyrir rásir
  • Takkaborðslás
  • Fjölrásavöktun og leitari

Sailor 6300 millibylgjutalstöð

Vörunúmer: 4063X0A
Sailor System 6000 MF/HF talstöð sem fæst í 150, 250 eða 500 Watta útgáfu.

Hönnuð með öryggi sjófarenda í huga, tryggir SAILOR 6300 millibylgjustöðin samband við land og önnur skip hvar sem er í heiminum. Ætluð fyrir skip sem ferðast um hafsvæði A2 og upp á A4, er SAILOR 6300 líflína fyrir öll skip hvort sem þau eru stór flutningaskip, birgðaskip eða fiskiskip. 

Hönnuð með þarfir notenda í huga býður SAILOR 6300 upp á marga möguleika sveo sem endurspilun á síðustu móttöku, næstu kynslóð Radíótelex og möguleika á mörgum stjórnborðum. Öflugir sendar tryggja hámarks sendiafl á öllum tíðnum.

SAILOR 6300 talstöðin er einföld í notkun og auðveld í uppsetningu sem sparar fé og fyrirhöfn.

Helstu eiginleikar:

  • SAILOR endurspilun 240 sekúndur
  • Skýr og góður skjár
  • Möguleiki á mörgum stjórnborðum
  • Öflugur hátalari
  • Einföld í notkun
  • Örugg í rekstri, lítil bilanatíðni
  • Til í 150W, 250W og 500W útgáfum.

Active Navtex loftnet

Vörunúmer: NAW-333
Móttöku loftnet fyrir JRC Navtex móttakara

JRC NCR-333 Navtex Móttakari

Vörunúmer: NCR-333
JRC 3 tíðna navtexmóttakari með LCD skjá.

NCR-333 NAVTEX er hágæða pappírslaust navtextæki sem hefur skýran 5,7 tommu LCD skjá og er ómissandi öryggistæki um borð í bátum og skipum.

Hægt er að velja 3 mismunandi leturstærðir eftir því hvað þægilegast er fyrir notandann.

Tækið er með 3. tíðna móttöku, 518 khz alþjóðlega tíðni auk 490 khz fyrir móttöku á íslenskum skeytum og hátíðni móttöku á 4209,5 khz.

Hægt er að tengja prentara við tækið ef óskað er eftir því að fáskilaboðin á pappír.

DAB/AM/FM útvarpsloftnet

Vörunúmer: DABAMFM76
AM/FM bátaloftnet fyrir útvarpsmóttöku

HF500TX/RX HF/SSB loftnet

Vörunúmer: HF500TX/RX
HF/SSB loftnet fyrir skip. Hentar bæði sem sendi og móttökunet fyrir stuttbylgju og millibylgjustöðvar.

VHF 73 – VHF loftnet

Vörunúmer: VHF 73
VHF bátaloftnet með standard festingu.

VHF 76 – VHF loftnet

Vörunúmer: VHF 76
3 dB VHF bátaloftnet með festingu

VHF53 loftnet

Vörunúmer: VHF53
VHF net fyrir skemmtibáta með áföstum kapli.

Active Navtex loftnet

Vörunúmer: NAW-333
Móttöku loftnet fyrir JRC Navtex móttakara

Kannad Safelink AIS SART

Vörunúmer: Safelink AIS SART
AIS sendir til notkunar í björgunarbátum til þess að staðsetja þá nákvæmlega í leit og björgun. Kemur í stað eldri Radar SART tækjanna

Kannad Safelink AIS SART  er AIS neyðarsendir sem tekinn er með um borð í björgunarbáta þegar skipið er yfirgefið í neyð. Sendirinn sendir nákvæmastaðsetningu til björgunaraðila og tryggir þannig lágmarkstíma við leit og björgun manna úr björgunarbátum. Sendirinn kemur í sérstakri handhægri tösku tilbúinn til notkunar, og er mjög fljótlegt að grípa með þegar skipið er yfirgefið. 

Helstu eiginleikar

  • Alþjóðlega viðurkennt
  • vatnsþétt niður á 10 metra dýpi
  • Flýtur
  • Léttur, sterkbyggður og fyrirferðarlítill
  • Lágmarks rafhlöðuending 96 tímar
  • 6 ára líftími rafhlöðu
  • Ljós sem sýna stöðu notkunar
  • Innbyggð kerfisprófun
  • Kemur í handhægri tösku til að fljótlegt sé að taka með frá borði

Kannad Safelink R10

Vörunúmer:
Neyðarsendir sem gefur stöðuga staðsetningu inn á AIS tæki ef maður fellur fyrir borð

Byltingarkenndur neyðarsendir sem er í raun mini AIS sendir með innbyggðum GPS.

Gefur rauntíma staðsetningu á á manni í sjó þanngi að hægt er að sjá nákvæmlega hvar hann er þrátt fyrir myrkur og rek vegna vinds og strauma.

Tryggir að hægt sé að finna hann og bjarga úr sjó á stysta mögulega tíma sem getur skipt sköpum við grimmar aðstæður á norðlægum slóðum.

Kannad Safelink R10 bæklingar:

Notkunarleiðbeiningar
Bæklingur 1
Bæklingur 2

Sjá myndband sem sýnir notkun Kannad Safelink R10 í björgunarvesti hér

Kannad Safelink Solo PLB

Vörunúmer: Solo PLB
Lítill neyðarsendir fyrir alþjóðlega Cospas-Sarsat kerfið. Til notkunar bæði á sjó og landi.

Kannad Safelink Solo neyðarsendirinn er  mjög lítill og léttur en þó sterkbyggður.

Hann er hannaður til þess að fylgja notandanum hvert sem er og vera tilbúinn til notkunar þegar björgunar er þörf. hann er vatnsþéttur niður á 10 metra dýpi og einfaldur í gangsetningu.

Helstu eiginleikar

  • Alþjóðlega viðurkenndur
  • Án áskriftar, engin gjöld vegna notkunar
  • Lítill, léttur  og sterkbyggður
  • Vatnsþéttur niður á 10 metra og flýtur þegar hann er í meðfylgjandi flothylki.
  • Virkur um allan heim ef hann um COSPAS-SARSAT gerfihnettina
  • Alþjóðleg 406 MHz neyðarsending og 121.5 MHz miðunartíðni
  • Innbyggður 50 rása GPS sem tryggir nákvæma staðsetningu
  • Lágmarks rafhlöðuending 24 tíma í stöðugri sendingu
  • Einföld þriggja þrepa ræsing
  • Vinnur í allt að 20 stiga frosti
  • Kerfisprófun allt að 12 sinnum á ári
  • 6 ára líftími rafhlöðu
  • Flothylki, burðarpoki og úlnliðsól fylgja með

Kannad Safelink Solo PLS bæklingar:

Bæklingur

Notkunarleiðbeiningar

Fiskileitartæki

WASSP F3i Fjölgeisladýptarmælir

Vörunúmer: WASSP F3i
Fjölnota fiskileitar og botngreiningartæki.

Byltingarkenndur dýptarmælir sem sendir 120 gráðu leitargeira sem byggður er upp af 112 geislum þvert á bátinn. Hann getur sýnt fisk talsvert til hliðar við bátinn og hefur innbyggða hörkugreiningu.  Upplýsingunum sem þetta gefur safnar hann í gagnagrunn og getur byggt upp nákvæma þríviddarmynd af botninum og teiknað upp botnhörkukort á broti þess tíma sem það tekur hefðbundinn dýptarmæli að safna þessum gögnum. 

Wesmar TCS785/385 Höfuðlínusónarkerfi

Vörunúmer: 10.00780.0
Höfuðlínusónar með einum höfuðlínusendi

Ný útgáfa af hinu vinsæla höfuðlínusónarkerfi frá Wesmar (áður TCS 770 og 780).

Fáanlegur með tveimur mismunandi höfuðlínustykkjum, 785 sem er eins og eldri stykkin og er með framgeisla, trollskönnun og niðurgeisla og 385 sem er án framgeislans og einungis 12 kíló á þyngd.

Wesmar TCS785 höfuðlínusendir 180 kHz

Vörunúmer: 64.00785.0
Höfuðlínustykki með 180 khz sneiðmynd og 110 khz fram og niðurgeisla.

Vinnudýpi:

Allt að 1.800 metrum
Tíðni: Framleitun 110kHz, niður 110 kHz og trollskönnun 180kHz
Hallaleiðrétting: 30°
Aflanemar: Allt að 6 nemar
Dýpisnemi: Metrar, faðmar og fet
Þyngd: 29,5 kg. þurr, 9,5 kg í sjó

Wesmar TCS385 höfuðlínusendir 180 kHz

Vörunúmer: 64.00385.0
Höfuðlínustykki með 180 khz sneiðmynd og 110 khz niðurgeisla.
Vinnudýpi: Allt að 1.000 metrum
Tíðni: Niður 110 kHz og trollskönnun 180kHz
Hallaleiðrétting: 30°
Aflanemar: Allt að 6 nemar
Dýpisnemi: Metrar, faðmar og fet
Þyngd: 12 kg. þurr, 4,5 kg í sjó

Wesmar HD825 sónartæki

Vörunúmer: HD825
Sónar sem hentar til notkunar við flestar fiskveiðar. Sérstaklega hentugur við Makrílveiðar á litlum og meðalstórum bátum.

Nýr sónar sem er sérhannaður fyrir fiskveiðar með sérstaka áherslu á einfalda notkun.

Lyklaborð með tökkum fyrir allar aðgerðir sem skipta mestu máli þannig að hægt sé að hafa hugann við veiðarnar en ekki flettingar í valmyndum.

Eiginleikar:

  • Mjög einfalt stjórnborð með öllum helsu aðgerðum
  • Stafæn vinnsla á myndmerki til þess að lágmarka truflana áhrif
  • Mjög þröngur sendigeisli sem minnkar yfirborðstruflanir
  • True Gravity veltuleiðrétting
  • Mjög fyrirferðarlítill hífibúnaður fyrir minni báta
  • Skjáuppsetningar fyrir allar helstu fiskveiðar

Siglingatæki

EM-TRAK B100 Class B AIS tæki

Vörunúmer: EM B100
Vandað AIS tæki sem hentar í alla báta undir 15 metrum að mestu lengd. Lítið og nett, auðvelt í uppsetningu og styður bæði NMEA 0183 og NMEA 2000 gagnatengingastaðlana.

JHS-183 Class A AIS tæki

Vörunúmer: JHS-183
Mjög vandað AIS tæki sem er einstaklega langdrægt eins og forveri þess JHS-182.

JHS-183 tækið er einfalt í notkun og uppsetningu og hefur val um lit á baklýsingu sem hentar vel til notkunar í myrkri og dagsbirtu.

Sendir og móttakari þess er staðsettur uppi í loftnetinu sem kemur í veg fyrir deyfingu á merki í köplum og tryggir hámarks langdrægi.

Tækið þekkir AIS neyðarsenda og tryggir að merki frá þeim færist alltaf efst í listann yfir sýnileg merki.

Anschutz Std.22 gýrókompás

Vörunúmer: 110-813
Vandaður og nákvæmur gýrókompás með mikið rekstraröryggi, fyrir allar stærðir skipa.

Anschutz Std.22 er mest seldi gýrókompás í heim og hefur selst í yfir 10.000 eintökum. Kompásinn er hannaður í einingum sem raðað er upp í kerfi og hentar þannig í allar stærðir skipa. 

Kerfin geta verið allt frá stökum kompás til heildarstjórnkerfis með allt að 3 gírókompásum, inngangi frá GPS eða segulkompás sem varaleið og sjálfstýringu.

Lykileiginleikar:

  • Lágur rekstrarkostnaður vegna lítillar bilanatíðni
  • Nákvæmni +/- 0,1°
  • Fljótur að ná réttri stefnu
  • Sjálfstæðar leiðréttingar á breiddargráðu og hraða, bæði sjálfvirkar og handvirkar
  • Hægt að tengja varakompása inn á kerfið, bæði segul og GPS kompás
  • IMO samþykktur fyrir háhraðaskip
  • Hægt að tengja inn í hvaða kerfi sem með miklu úrvali af tengibúnaði( Interface)

GPS-124 GPS móttakari

Vörunúmer: JLR-4340
GPS-124, 12 rása GPS móttakari með NMEA 0183 tengi.

JRC GPS 112 – Alsjálfvirkur 12-rása samtíma GPS móttakari

  • Getur tekið við leiðréttingarmerki á RTCM SC-104 útg. 2.0 type 1,2,9 formi.
  • Gefur út staðsetningu, stefnu og hraða inn á radar, dýptarmæla, plottera og önnur tæki.
  • Innbyggð aðhæfing að 48 kortadatum
  • Gefur nýja staðsetningu á sekúndu fresti
  • Standard NMEA 0183 útgangur, útgáfa 1,5 0 2,0
  • Vinnuspenna 10,8 – 16 Volt DC, 3 wött.
  • 15 metra kapall fylgir með áfestu tengi fyrir JRC tæki.

JLR 21 GPS áttaviti

Vörunúmer: JLR-21
JRC GPS áttaviti, með skjá IMO samþykktur.

Eiginleikar:

  • JLR-20 er mjög vandaður GPS áttaviti, einfaldur í notkun og með mjög skýrum skjá. Stefnunákvæmni er 0,5 gráður.
  • 3 loftnet tryggja mjög stöðuga stefnu og gefa kost á að gefa út veltuupplýsingar til annara tækja um borð.
  • Gefur út Heave upplýsingar til að leiðrétta fyrir ölduhæð á dýptarmælum og öðrum tækjum sem geta nýtt slíkar upplýsingar
  • Hönnun loftnets lágmarkar truflanir frá snjó sem sest á það og er ekki hentugt til hvíldar sjófugla sem oft geta truflað GPS áttavita.
  • JLR-20 kemur að fullu í stað hefðbundinna Gírókompása og er laus við hið kostnaðarfreka viðhald sem þeir krefjast.
  • Stuttur ræsitími, uþb. 30 sekúndur þar til fullri nákvæmni á stefnu er náð
Tæknilegar upplýsingar

Útgangar:
JLR-20 hefur í staðalútgáfu.

  • JRC NSK format
  • Furuno AD10 format
  •  5 sjálfstæða NMEA0183 útganga fyrir radar og sjálfstýringar auk GPS / siglingafræðiupplýsinga, Rate of Turn, Roll/Pitch ofl.
  • Allir NMEA útgangar hafa stillanlegar setningar með vali um gagnahraða (Baud rate) og millibili á milli setninga.
  • Aðvörunarútganga (púls)
  • Logg útganga (200 púlsa) 

JRL-7500 GPS tæki

Vörunúmer: JLR-7500
Vandað GPS tæki fyrir stærri skip sem þurfa mikla tengimöguleika.

JLR-7500 GPS tækið er mjög vandað staðsetningartæki  með stóran, skýran skjá og mikla tengimöguleika við önnur tæki.

Tækið hentar vel í stærri báta og skip þar sem mikið er af siglingatækjum og þarf að  aðlaga GPS tækið að mörgum mismunandi þörfum annarra tækja. Það hefur 4 NMEA ínn og útganga sem allir eru stillanlegir óháð hver öðrum og að auki innbyggt netkort sem eykur tengimöguleikana mjög mikið. Hægt er að samtengja 2 tæki yfir net og samhæfa leiðir og punkta sjálfvirkt

Við hönnun notendaviðmóts þess var lögð áhersla á að gera notkunina einfalda og með sem fæstum skrefum fyrir hverja aðgerð.

Tæknilegar upplýsingar
Skjár: 5.7”, hvít LED baklýsing 320 x 240 punktar
Birtustig: 4 (bjart, meðal, dimmt, af )
Vinnuspenna: 10.8V to 31.2V
Gagnatengi:  4 útgangar 1 inngangur
Púlsatengi: 2 útgangar, 1 inngangur
Netkort: Innbyggt 10/100 Mpbs
Leiðarpunktar: 10,000 , atviksmerki 1000 , Nöfn leiðarpunkta  16 stafir
Leiðir: 100 með 512 punktum í leið
Innsetning leiðarpunkta: Lengd/Breidd, Stefna og fjarlægð, Atvik, Lórantölur
Sending leiða og punkta: Yfir netkort og NMEA
Ferlar: 2000 punktar
Plotterskalar: 0.2, 0.5, 1.2, 5, 10, 20, 50, 100, 200, 300 sjómílur
Plott milibil: 1 – 60 sek  or 0.01 – 99.99 sjómílur
Leiðarreikningur: Val á millil beinnar línu og stórbaugs fyrir hvern legg leiðar.
Aðvaranir:

Komuaðvörun, Rekaðvörun, Svæðisaðvörun Af Leið aðvörun, Staðsetningaraðvörun , Hraðaaðvörun, Vegalengdaraðvörun auk Hita og dýpisaðvarana ef nauðsynlegar nemar eru tengdir

Segulskekkja: Sjálfvirk eða handvirk
Einingar: NM/KTS, kM/kPH, mi/miPH, m, ft, fm, °C or °F
LORAN C/A breyting: Breytir  Lengd/Breidd í  lórantölur
GPS móttakari:  12 rása SBAS (WAAS, MSAS, EGNOS)
NMEA útgáfa: 1.5, 2.1, 2.3 Bit  hraði, 4800, 9600, 19200, 38400
Útgangs setningar: GGA, RMC, GLL, VTG, GSA, GSV, DTM, GBS, GRS, GST, ZDA, GNS, , APB, BOD, BWC, BWR, RMB, XTE, ZTG, AAM, ALR, RTE, WPL, ACK.  
Ef Straummælir er tengdur við tækið getur það sent frá sér VDR,VHW
Inngangs setningar:  HDT, THS, BDT, DPT, MTW, CUR, VBW, VHW, ACK, WPL, RTE ALR
Milli bil sendinga:   1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9 sekúndur  eða slökkt á setningum

SEIWA GPS Móttakari

Vörunúmer: GPL
GPS loftnet með innb. móttakara NMEA183

Seiwa 12- rása GPS/EGNOS móttakari (EGNOS – Evrópska leiðréttingarkerfið)

  • Tekur við EGNOS merkjum sem eykur staðsetningarnákvæmni verulega
  • Staðsetningarnákvæmni meiri en 3 metrar og hraðafrávik minni en 0,3 km/h
  • 15m hvítur kapall fylgir.
  • Vinnuspenna 10-35 Volt DC 2,5 Wött
  • Þyngd 160 g

Comnav TS-203 FFU útistýri fyrir Comnav Admiral/Commander

Vörunúmer: 20310025
Vatnsþétt útistýri sem hægt er að stjórna öllum meginaðgerðum sjálfstýringarinnar með.

Comnav TS-202 útistýri fyrir 1101-1201

Vörunúmer: 20310020
Vatnsþétt útistýri sem hægt er að stjórna öllum meginaðgerðum sjálfstýringarinnar með.

Comnav-Bógskrúfutengieining fyrir Sjálfstýringar

Vörunúmer: CT7
Tengieining fyrir bógskrúfur. Tengist öllum helstu gerðum bógskrúfa, hvort heldur sem er með föstum hraða eða stiglaust stýrðum.

CT7 bógskrúfustýringin stjórnar aðgerð bógskrúfunnar sjálfvirkt með boðum frá Compilot sjálfstýringunni.

Hægt er að stilla inn þann hraða sem sem óskað er og aðstoðar bógskrúfan við stýringu bátsins sé hraðinn minni en innstillt  gildi. Sé hraðin meiri kemur bógskrúfan ekki inn og truflar því ekki á venjulegri siglingu.

Þeir sem reynt hafa bógskrúfustýringu við vinnu í andófi finnst mikið vanta upp á sjálfstýringar sem ekki hafa þennan möguleika. 

Comnav Stýrisvísir

Vörunúmer: 20360014
Stýrisvísir til notkunar með Comnav sjálfstýringum.

Stýrisvísir með baklýsingu.

Hægt að fella inn eða setja í hús hvort heldur sem er inni í stýrishúsi eða utan dyra. Stærð skífu er 70 mm.

Raymarine Evolution sjálfstýringar

Vörunúmer: EV-XXX
Sjálfstýringar fyrir minni báta sem hafa frábæra stýringareiginleika á hagstæðu verði

Raymarine Evolution eru  vandaðar sjálfstýringar sem henta vel til notkunar í handfærabáta og aðra notkun þar sem ekki er krafist fullkomins útistýris.

Stýriseiginleikarnir eru mjög góðir, jafnvel án GPS kompáss þar sem hún hefur innbyggðan rafeindagírónema í stjórntölvuna.

Einnig vinnur hún mjög vel með Raymarine C og E línu tækjunum og siglir leiðir og í staka punkta sem hægt er að stjórna beint frá þeim tækjum.

 Stýringarnar eru í grunninn settar saman úr 4 einingum.

  • Stjórntölvu/ kompás
  • Stjórnborði
  • Mótordrifeiningu
  • Stýrisdælu

Þessar einingar eru mismunandi eftir stærð og eiginleikum báta og þarf að velja saman eftir bát og fyrirhugaðri notkun

Raymarine býður upp á fjölbreytt úrval eininga sem hægt er byggja upp kerfi úr sem henta öllum bátum og stýrisbúnaði.

Einnig er oft hægt að fá samsett kerfi með dælu og öllu sem þarf fyrir mjög hagstætt verð.

Anschutz NP60 sjálfstýring

Vörunúmer: 3060
Vönduð sjálfstýring fyrir fiskiskip að 60 metra lengd.

Hin fjölhæfa NP60 sjálfstýring  býður upp á mikla nákvæmni við að halda stefnu og fylgja leiðum, auk þess að hafa sveigjanleika til þess að uppfylla þarfir notenda.

Frábærir stýriseiginleikar tryggja örugga siglingu við allar aðstæður.

Sjálfvirk aðlögun að skipshraða og ytri aðstæðum sjá til þess að hreyfingar stýris séu í lágmarki og minnka þannig olíueyðslu og slit á stýrisbúnaði.

Eiginleikar:

  • Aðlagar sig að hraðabreytingum
  • 2 sett af stillingu til mismunandi nota (Sigling/ Veiðar)
  • handvirk stjórnun
  • NMEA inngangur frá siglingatölvum
  • Eiföld í notkun með skýrum skjá
  • Viðurkennd fyrir háhraðaskip.

C-MAP kort NT-Max

Vörunúmer: EN-M402
CMAP sjókort. Hagkvæmur kostur fyrir margar gerðir plottera og siglingatölva.

Sónar er umboðsaðili C-Map á Íslandi. 

Við eigum ávallt til nýjustu sjókort sem til eru í kortagrunni C-MAP, bæði við Ísland og önnur lönd í heiminum.

 
Við getum útbúið kortakubba í flestar gerðir plottera af hvaða hafsvæði sem er. Vinsamlega hafið samband og við finnum út úr því hvort plotterinn þinn notar C-MAP kort og hvort til er kort af því hafsvæði sem þú ætlar á
 

C-Map Professional +

Vörunúmer: C-Map pro+
Nákvæm sjókort fyrir atvinnumenn sem þurfa tíðar uppfærslur.

C-Map professional +  kortin hafa meiri möguleika en NtMax kortin og eru uppfærð örar.

Hægt er að velja á milli þess að kaupa kortin og uppfæra þau eftir því sem menn meta þörfina á því, eða kaupa áskrift til eins árs í einu og eru þa allar uppfærslur á árinu innifaldar.

C-Map Professional + er hægt að kaupa fyrir stór svæði eða minni allt eftir þörfum hvers og eins.

Áttavitar

Anschutz Std.22 gýrókompás

Vörunúmer: 110-813
Vandaður og nákvæmur gýrókompás með mikið rekstraröryggi, fyrir allar stærðir skipa.

Anschutz Std.22 er mest seldi gýrókompás í heim og hefur selst í yfir 10.000 eintökum. Kompásinn er hannaður í einingum sem raðað er upp í kerfi og hentar þannig í allar stærðir skipa. 

Kerfin geta verið allt frá stökum kompás til heildarstjórnkerfis með allt að 3 gírókompásum, inngangi frá GPS eða segulkompás sem varaleið og sjálfstýringu.

Lykileiginleikar:

  • Lágur rekstrarkostnaður vegna lítillar bilanatíðni
  • Nákvæmni +/- 0,1°
  • Fljótur að ná réttri stefnu
  • Sjálfstæðar leiðréttingar á breiddargráðu og hraða, bæði sjálfvirkar og handvirkar
  • Hægt að tengja varakompása inn á kerfið, bæði segul og GPS kompás
  • IMO samþykktur fyrir háhraðaskip
  • Hægt að tengja inn í hvaða kerfi sem með miklu úrvali af tengibúnaði( Interface)